Innlent

Flogið til Nuuk tvisvar í viku

Flogið er allt að sex sinnum á dag til Grænlands yfir háannatímann í sumar. fréttablaðið/vilhelm
Flogið er allt að sex sinnum á dag til Grænlands yfir háannatímann í sumar. fréttablaðið/vilhelm
Flugfélag Íslands hefur ákveðið að fljúga framvegis til Nuuk á Grænlandi allt árið. Flogið hefur verið þangað öll sumur frá árinu 2007 en nú verður flogið þangað tvisvar í viku.

Flugfélag Íslands hefur haft fimm áfangastaði á Grænlandi en nú er flogið til þriggja þeirra allt árið: Kulusuk, Constable Pynt og Nuuk.Eftirspurn eftir flugi milli Íslands og Grænlands hefur verið mikil hjá Grænlendingum, Dönum og öðrum erlendum ferðamönnum. Fyrst um sinn verður flogið á mánudögum og fimmtudögum. - mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×