Handbolti

Rúmensku dómararnir hljóta að fara heim eftir þetta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur var að vonum afar svekktur í kvöld.
Guðmundur var að vonum afar svekktur í kvöld. Mynd/Leena Manhart

„Mér fannst þetta vera skandall. Ég er hissa og veit eiginlega ekki hvað var í gangi," segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, við Vísi í kvöld um þær ákvarðanir rúmensku dómaranna um að stöðva leikinn í tvígang á lokamínútu leiks Austurríks og Íslands.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var æfur eftir leikinn og kallaði þetta hneyksli enda hefðu dómararnir verið að beita reglu sem löngu væri búið að afnema.

„Það stendur skýrt í reglunum að þeir eigi ekki að stöðva tímann heldur lyfta hendinni ef þeir telja að lið sé að tefja. Leiktími er ekki stöðvaður nema leikmaður liggi meiddur á vellinum eða lið hreinlega neiti að afhenda boltann," segir Guðjón en hann var hissa að þetta ákveðna par skildi dæma leikinn.

„Sú ákvörðun að setja þetta par á þennan ákveðna leik kom mér á óvart. Ég held að þeir hljóti að vera sendir heim eftir þessa frammistöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×