Handbolti

Margir of seinir á opnunarleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar

Miklar tafir urðu við inngang Tips-Arena í Linz fyrrakvöld en þar var vitanlega ströng öryggisgæsla. Leikurinn hófst klukkan 18.00 að staðartíma og því voru áhorfendur flestir að koma úr sinni vinnu skömmu fyrir leik.

Af þeim sökum voru ekki allir áhorfendur komnir inn í höllina fyrr en 20 mínútur voru liðnar af leik Austurríkis og Danmerkur. Þó var ekki uppselt í höllina sem tekur 5.500 manns í sæti.

Alls voru um 5.000 áhorfendur á leiknum og flestir þeirra horfðu einnig á leik Íslands og Serbíu síðar um kvöldið. Leikur Austurríkis og Íslands hefst einnig klukkan 17.00 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×