Handbolti

Full höll í Linz í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Stuðningsmenn Íslands stóðu fyrir sínu í fyrsta leiknum.
Stuðningsmenn Íslands stóðu fyrir sínu í fyrsta leiknum. Mynd/Leena Manhart

Uppselt er á leik Austurríkis og Íslands á Evrópumeistaramótinu í handbolta en leikurinn fer fram í Tips-Arena í Linz.

Höllin tekur 5.500 manns í sæti en um fimm þúsund manns voru á leik Austurríkis og Danmerkur á mánudagskvöldið.

Austurríkismenn töpuðu leiknum, 33-29, en stóðu sig vel og telja fulla ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld.

Markmið liðsins er að ná að minnsta kosti þriðja sæti riðilsins og komast þar með inn í milliriðlakeppnina í Vínarborg í næstu viku.

Þetta er einnig algjör lykilleikur fyrir íslenska landsliðið því tap í kvöld þýðir að Ísland þarf að vinna Danmörku til að komast til Vínarborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×