Algjört klúður í lokin og annað jafnteflið í röð á EM 21. janúar 2010 16:00 Íslenska liðið í leikhléi. Mynd/Leena Manhart Íslenska karlalandsliðinu í handbolta tókst að klúðra unnum leik annan leikinn í röð á Evrópumótinu í Austurríki þegar liðið gerði 37-37 jafntefli við Austurríki. Íslenska liðið var með boltann og tveimur mörkum yfir þegar aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum en gerðu hver mistökin á fætur öðrum á lokasekúndunum og lærisveinum Dags Sigurðssonar tókst að tryggja sér jafntefli. Þeir sem fylgdust með lokaspretti leiksins voru flestir nánast orðlausir og það er erfitt að sætta sig við svona algjört klúður eins og lokamínúta leiksins var. Íslenska liðið átti í vandræðum allan leikinn en virtist vera kominn með sigurinn í höfn þegar liðið var þremur mörkum yfir og minna en mínúta var eftir af leiknum. Það er í raun óskiljanlegt að svona reynslumikið lið eins og íslenska liðið er geti gert hver byrjendamistökin á fætur öðrum. Það er ljóst að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þarf að vinna mikið með kollinn á leikmönnum sínum fyrir Danaleikinn á laugardaginn. Arnór Atlason var algjör yfirburðarmaður í íslenska liðinu en Róbert Gunnarsson nýtti líka færin sín vel og Alexander Petersson var grimmur í lokin. Ólafur Stefánsson tók af skarið þegar íslenska liðið náði aftur forskoti í seinni hálfleik en fyrirliðinn gerði stór mistök á lokasprettinum og var nánast óþekkjanlegur stærsta hluta leiksins. Tölfræði leiksins: Austurríki - Ísland 37-37 (17-20)Mörk Austurríkis (skot): Viktor Szilagyi 9 (13), Konrad Wilczynski 9/3 (15/4), Roland Schlinger 7 (9), Patrick Fölser 5 (6), Bernd Friede 4 (4), Robert Weber 2 (4), Markus Wagesreiter 1 (2), Vytautas Ziura (1), Lucas Mayer (1).Varin skot: Nikola Marinovic 9 (43/2, 21%), Thomas Bauer 3 (6, 50%).Hraðaupphlaup: 13 (Schlinger 4, Weber 2, Szilagyi 2, Wilczynski 2, Friede 2, Wagesreiter 1).Fiskuð víti: 4 (Szilagyi 2, Schlinger 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Ísland (skot): Arnór Atlason 9 (13), Ólafur Stefánsson 7 (9), Róbert Gunnarsson 6 (6), Alexander Petersson 6 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/2 (10/2), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (7).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1 (40/3, 33%), Hreiðar Guðmundsson 6 (16/1, 38%).Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón Valur 4, Arnór 2, Ólafur 2, Alexander 2, Róbert 1).Fiskuð víti: 2 (Guðjón Valur 1, Róbert 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Dinu Sorin-Laurentiu og Din Constantin, Rúmeníu. Voru með heimadómgæslu af verstu gerð.Leikurinn var í beinni á Vísi og má finn textalýsinguna hérna fyrir neðan.Ísland-Austurríki 37-37 (20-17) - leik lokið:Íslenska liðið þarf nú að vinna Dani í lokaleiknum til þess að tryggja sér sæti í milliriðlinum. Liðið hefur verið sinn versti óvinur í fyrstu tveimur leikjunum og það er ótrúlegt að sjá íslenska liðið henda frá sér sigri annan leikinn í röð.Leik lokið: Íslenska liðið tókst á einhvern fáránlegan hátt að klúðra þessum leik niður í jafntefli. Ólafur Stefánsson gerði enn ein mistökin og Austurríkismenn skora í tómt markið úr hraðaupphlaupi eftir að Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður hafði farið í skógarferð.Mörk Íslands: Arnór Atlason 8, Ólafur Stefánsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 6/2, Guðjón Valur Sigurðsson 4.Austurríkismenn skoruðu tvö mörk á síðustu 23 sekúndunum.37-37 Ólafur Stefánsson fær á sér skref og Austurríkismenn jafna og tryggja sér jafntefli.37-36 Austurríkismenn minnka muninn í eitt mark. 20 sekúndur eftir.Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni37-35 Austurríkismenn minnka muninn, 46 sekúndur eftir.37-34 Snorri Steinn skorar af línu eftir sendinu ÓlafsEin mínúta og tólf sekúndur eftir og Ísland með boltann.36-34 Austurríki skorar af línunni. Eina og hálf mínúta eftir.36-33 Arnór Atlason með frábært langskot. Níunda markið hans og tvær mínútur eftir.Ólafur Stefánsson lætur verja frá sér langskot en Hreiðar varði hinum megin úr horninu. Tvær og hálf eftir.35-33 Austurríkismenn skorar enn á ný ýr hraðri sókn. 3 mínútur eru eftir af leiknum.Alexander Petersson stelur boltanum en síðan er brotið á honum og ekkert er dæmt.Dagur Sigurðsson tekur leikhlé þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir. Ólafur Stefánsson hefur skorað mikilvæg mörk á síðustu mínútum eftir að hafa verið óþekkjanlegur framan af í leiknum.35-32 Ólafur Stefánsson með langskotiHreiðar varði langskot og Ólafur náði frákastinu. Íslendingar eru með boltann þegar 4 og hálf mínúta eru eftir.Austurríkismenn eru aftur með fullskipað lið.34-32 Arnór Atlason skorar með langskoti, sitt áttunda mark. Fimm og hálf mínúta eftir.Alexander Petersson fiskaði ruðning og við getum náð tveggja marka forustu.33-32 Ólafur Stefánsson skorar með langskoti. Hann er kominn með sex mörk. 53:18 á klukkunni.Austurríkismenn fá tvær mínútur fyrir brot á Alexander.Ólafur Stefánsson fékk smá hvíld en er nú kominn inn aftur.32-32 Austurríkismenn jafna aftur af línunni. Sjö og hálf mínúta eftir.32-31 Alexander Petersson úr hraðaupphlauði eftir að Austurríksmenn misstu boltann. 8 og hálf mínúta eftir.Snorri Steinn skýtur í slánna af línunni og Austurríkismenn fá boltann.31-31 Austuríkismenn jafna af línunni31-30 Ólafur Stefánsson úr langskoti. 10 mínútur eftir.30-30 Austurríkismenn jafna úr hraðri sókn. 11 mínútur eftir.Ólafur Stefánsson skýtur framhjá úr langskoti11 og hálf mínúta eftir og Ísland getur komist tveimur mörkum yfir.Hreiðar varði af línunni og Ísland fær boltann.Tólf mínútur eftir af leiknum.30-29 Snorri Steinn Guðjónsson skorar úr vítiGuðjón Valur fiskar víti eftir línusendingu frá ÓlafiSnorri Steinn með skot í varnarvegginn.29-29 Austurríkismenn jafna úr víti. 14 mínútur eftir.29-28 Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. 15 mínútur eftir.Hreiðar varði úr hraðaupphlaupiSnorri Steinn lætur verja frá sér gegnumbrotHreiðar varði úr hægra horninu. Ísland getur komist aftur yfir þegar 16 mínútur eru eftir.28-28 Ólafur Stefánsson skorar loksins með frábæru langskoti.27-28 Ísland vinnur boltann en tapar honum strax og Austurríksmenn komast yfir úr hraðri sókn.27-27 Róbert af línu eftir sendingu Arnórs. 18 mínútur eftir.Hreiðar er kominn í markið hjá Íslandi.26-27 Austurríki skorar úr horninu. 19 mínútur eftir af leiknum.26-26 Alexander Petersson skorar úr horni eftir sendingu ÓlafsLeikhlé Guðmundar tókst vel í fyrri hálfleik en hvað gerist nú síðustu 20 mínúturnar í leiknum.25-26 Austurríkismenn keyra á íslenska liðið og eru komnir yfir með sínu þriðja marki í röð. Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé.Ólafur Stefánsson er í miklum vandræðum og er mjög ólíkur sjálfum sér.25-25 Austurríkismenn jafna með langskoti.Björgvin varði gegnumbrot en Austurríki fær aukakast.Arnór skýtur í vörnina og Austurríkismenn geta nú jafnað.25-24 Austuríki skorar úr víti. 39 mínútur liðnar.Björgvin varði gegnumbrot en Austurríkismenn fá víti.25-23 Róbert af línu eftir sendingu Arnórs. Átta mínútur liðnar af seinni.24-23 Austurríkismenn skora með langskoti. Roland Schilinger með sjötta markið sitt.24-22 Arnór Atlason með langskot, sjöunda markið hans. Hann er sá eini sem er að gera eitthvað í sókninni.23-22 Austurríkismenn skora úr hraðaupphlaupi. 36 mínútur liðnar.Snorri Steinn lætur verja frá sér langskot.23-21 Austurríkismenn skorar úr gegnumbroti. Viktor Szilagyi er enn á ný á ferðinni.23-20 Arnór skorar sitt sjötta mark í leiknum nú með langskoti. Fjórar mínútur liðnar af seinni.22-20 Austurríkismenn skora úr horni í hraðri sókn. Mark Weber er búinn að skora tvö mörk í röð.Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni.22-19 Arnór lætur verja frá sér og Austurríki skorar úr hraðaupphlaupiBjörgvin varði úr horni22-18 Snorri Steinn Guðjónsson skorar örugglega úr vítinu. Tvær mínútur búnar af seinni.Róbert fiskar víti eftir línusendingu frá Arnóri. Fyrsta víti Íslands í leiknum.21-18 Austurríkismenn skora úr langskoti. Viktor Szilagyi skorar sitt fimmta mark.21-17 Róbert af línunni eftir sendingu frá Arnóri.Ísland byrjar með boltann í seinni hálfleik.Hálfleikur: Útlitið var ekki bjart þegar Austurríksmenn voru komnir þremur mörkum yfir en Guðmundur tók leikhlé og íslensku strákarnir svöruðu því með því að vinna síðustu tólf mínútur hálfleiksins 10-4. Arnór Atlason skoraði síðustu þrjú mörk Íslands í hálfleiknum og er markahæstur með fimm mörk.Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Arnór Atlason 5, Alexander Petersson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2. Björgvin Páll er búinn að verja 10 skot.Arnór skýtur í slánna úr síðasta skoti fyrri hálfleiks.20-17 Austurríkismenn skora.Ísland er búið að skora 10-3 á síðustu 11 mínútum.20-16 Arnór Atlason úr hraðaupphlaupi. Kominn með fimm mörk. Mínúta eftir.19-16 Arnór Atlason, með langskoti, Fjórða markið hans í leiknum úr fimm skotum. Ein og hálf mínúta eftir.18-16 Austurríkismenn skora úr gegnumbroti.Bæði lið missa mann útaf. Ingimundur Ingimundarson var í slagsmálum á línunni.18-15 Arnór með langskoti, 3 og hálf mínúta eftirSnorri Steinn lætur verja frá sér langskot en Alexander Petersson nær frákastinu.17-15 Austurríkismenn skorar úr víti. Konrad Wilxzynski er kominn með fimm mörk.17-14 Alexander Petersson skorar með langskoti. Fjórða mark hans. Ísland er á 7-1 spretti.Alexander Petersson fiskar tvær mínútur og nú er jafnt í liðum.Björgvin varði frábærlega úr horninu16-14 Arnór Atlason með langskoti15-14 Austurríkismenn skorar af línunni en Björgvin var við það að verja. Sex mínútur eftir af fyrri hálfleik.Björgvin varði úr horni en Austurríksmenn fá ódýrt aukakast og Ólafur Stefánsson er rekinn útaf í tvær mínútur.15-13 Róbert af línunni eftir sendingu Arnórs. Fimmta íslenska markið í röð.Austurríkismenn henda boltanum útaf vellinum og íslenska vörnin er búinn að ná takti - loksins. 23 mínútur liðnarDagur Sigurðsson tekur leikhlé þegar 22:10 eru búnar af fyrri hálfleik. Góður kafli hjá íslenska liðinu.14-13 Alexander Petersson með gegnumbroti eftir hraða sókn.Björgvin varði langskotiÍslenska vörnin er vonandi að smella eftir slaka byrjun.Ísland vann kaflann manni fleiri 2-0.13-13 Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupum annað markið í röð í tómt mark. 21 mínúta liðin.12-13 Ólafur Stefánsson skorar úr hraðaupphlaupi í tómt markið.Dagur Sigurðsson lætur markmanninn spila í sókn11-13 Alexander Petersson skorar úr horninu eftir sendingu ÓlafsRóbert Gunnarsson fiskar tvær mínútur.Það bragð að taka Ólaf Stefánsson út úr leiknum hefur gengið vel. 19 mínútur liðnar af leiknum.10-13 Roland Schilinger skorar fjórða markið sitt og Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé. Þetta lítur ekki vel út.Logi tapar botlanum og Austurríki getur komist þremur mörkum yfir.10-12 Austurríkismenn skora enn á ný með gegnumbroti.Logi Geirsson er kominn inn í íslensku sóknina í staðinn fyrir Arnór. Ísland fær á sig sóknarbrot.Björgvin varði hraðaupphlaup eftir að Ólafur Stefánsson hafði tapað boltanum.10-11 Austurríki skora af línu10-10 Alexander Petersson skorar úr gegnumbroti - 16 mínútur liðnar9-10 Austurríkismenn skora úr gegnumbroti. Íslenska vörnin er að opnast alltof auðveldlega.Fyrri hálfleikur er hálfnaður og liðin eru búin að skora 18 mörk9-9 Austurríkismenn skora með gegnumbroti hægra megin.9-8 Róbert af línu eftir sendingu Arnórs úr hraðri sókn8-8 Austurríkismenn skorar úr gegnumbrotiRóbert Gunnarsson fær á sig sóknarbrotAusturríksmenn skjóta í slánna og Ísland getur komist tveimur mörkum yfir.8-7 Ólafur Stefánsson skorar úr langskotiBjörgvin varði úr hraðaupphlaupiBjörgvin varði langskot7-7 Arnór skorar úr hraðri sókn 11 minútur liðnar6-7 Austurríkismenn skora aftur úr hraðri sókn. Þeir keyra enn á ný á íslenska liðið áður en það er búið að stilla upp í vörn6-6 Snorri Steinn með langskoti, 10 mínútur liðnar5-6 Austurríkismenn skora af línuNíu mínútur liðnar og það er mikill hraði í upphafi leiks. Austurríkismenn spila hægar sóknir og keyra síðan hraðar sóknir þegar þeir vinna boltann.5-5 Guðjón Valur úr hraðaupphlaupi efrir sendingu BjörgvinsBjörgvin varði langskot4-5 Austurríkismenn skorar úr hraðri sókn 8 mínútur liðnar4-4 Róbert af línu eftir sendingu Snorra Steins3-4 Austurríkismenn skorar úr hraðri sókn 7 mínútur liðnar3-3 Ólafur Stefánsson, langskot2-3 Austurríkismenn skora, snúningsmark úr þröngri stöðu úr horninu2-2 Guðjón Valur hraðaupphlaup eftir sendingu Björgvins1-2 Snorri Steinn, langskot, 4 mínútur liðnar0-2 3 mín Austurríki skorar úr hraðri sóknSnorri Steinn lætur verja frá sér úr horninuBjörgvin varði langskot og Ísland fer í sóknÓlafur Stefánsson er tekinn úr umferð og Arnór Atlason lætur verja frá sér fyrsta skotið.0-1 2 mín - Björgvin varði vítið en Austurríki skoraði úr frákastinuAusturríki fær víti í fyrstu sóknAusturríkismenn byrja með boltann í leiknum.Byrjunarlið Íslands (vörn): Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ingimundur Ingimundarson, Sverre Jakobsson, Alexander Petersson, Ólafur Stefánsson. Björgvin Páll Gústavsson er í markinu.Það er örugglega undarleg tilfinning fyrir Dag Sigurðsson að hlusta á íslenska þjóðsönginn sem andstæðingur.Ólafur Guðmundsson hvílir aftur í kvöld og liðið er óbreytt frá því í fyrsta leiknum á móti Serbum. Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðinu í handbolta tókst að klúðra unnum leik annan leikinn í röð á Evrópumótinu í Austurríki þegar liðið gerði 37-37 jafntefli við Austurríki. Íslenska liðið var með boltann og tveimur mörkum yfir þegar aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum en gerðu hver mistökin á fætur öðrum á lokasekúndunum og lærisveinum Dags Sigurðssonar tókst að tryggja sér jafntefli. Þeir sem fylgdust með lokaspretti leiksins voru flestir nánast orðlausir og það er erfitt að sætta sig við svona algjört klúður eins og lokamínúta leiksins var. Íslenska liðið átti í vandræðum allan leikinn en virtist vera kominn með sigurinn í höfn þegar liðið var þremur mörkum yfir og minna en mínúta var eftir af leiknum. Það er í raun óskiljanlegt að svona reynslumikið lið eins og íslenska liðið er geti gert hver byrjendamistökin á fætur öðrum. Það er ljóst að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þarf að vinna mikið með kollinn á leikmönnum sínum fyrir Danaleikinn á laugardaginn. Arnór Atlason var algjör yfirburðarmaður í íslenska liðinu en Róbert Gunnarsson nýtti líka færin sín vel og Alexander Petersson var grimmur í lokin. Ólafur Stefánsson tók af skarið þegar íslenska liðið náði aftur forskoti í seinni hálfleik en fyrirliðinn gerði stór mistök á lokasprettinum og var nánast óþekkjanlegur stærsta hluta leiksins. Tölfræði leiksins: Austurríki - Ísland 37-37 (17-20)Mörk Austurríkis (skot): Viktor Szilagyi 9 (13), Konrad Wilczynski 9/3 (15/4), Roland Schlinger 7 (9), Patrick Fölser 5 (6), Bernd Friede 4 (4), Robert Weber 2 (4), Markus Wagesreiter 1 (2), Vytautas Ziura (1), Lucas Mayer (1).Varin skot: Nikola Marinovic 9 (43/2, 21%), Thomas Bauer 3 (6, 50%).Hraðaupphlaup: 13 (Schlinger 4, Weber 2, Szilagyi 2, Wilczynski 2, Friede 2, Wagesreiter 1).Fiskuð víti: 4 (Szilagyi 2, Schlinger 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Ísland (skot): Arnór Atlason 9 (13), Ólafur Stefánsson 7 (9), Róbert Gunnarsson 6 (6), Alexander Petersson 6 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/2 (10/2), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (7).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1 (40/3, 33%), Hreiðar Guðmundsson 6 (16/1, 38%).Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón Valur 4, Arnór 2, Ólafur 2, Alexander 2, Róbert 1).Fiskuð víti: 2 (Guðjón Valur 1, Róbert 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Dinu Sorin-Laurentiu og Din Constantin, Rúmeníu. Voru með heimadómgæslu af verstu gerð.Leikurinn var í beinni á Vísi og má finn textalýsinguna hérna fyrir neðan.Ísland-Austurríki 37-37 (20-17) - leik lokið:Íslenska liðið þarf nú að vinna Dani í lokaleiknum til þess að tryggja sér sæti í milliriðlinum. Liðið hefur verið sinn versti óvinur í fyrstu tveimur leikjunum og það er ótrúlegt að sjá íslenska liðið henda frá sér sigri annan leikinn í röð.Leik lokið: Íslenska liðið tókst á einhvern fáránlegan hátt að klúðra þessum leik niður í jafntefli. Ólafur Stefánsson gerði enn ein mistökin og Austurríkismenn skora í tómt markið úr hraðaupphlaupi eftir að Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður hafði farið í skógarferð.Mörk Íslands: Arnór Atlason 8, Ólafur Stefánsson 7, Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 6/2, Guðjón Valur Sigurðsson 4.Austurríkismenn skoruðu tvö mörk á síðustu 23 sekúndunum.37-37 Ólafur Stefánsson fær á sér skref og Austurríkismenn jafna og tryggja sér jafntefli.37-36 Austurríkismenn minnka muninn í eitt mark. 20 sekúndur eftir.Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni37-35 Austurríkismenn minnka muninn, 46 sekúndur eftir.37-34 Snorri Steinn skorar af línu eftir sendinu ÓlafsEin mínúta og tólf sekúndur eftir og Ísland með boltann.36-34 Austurríki skorar af línunni. Eina og hálf mínúta eftir.36-33 Arnór Atlason með frábært langskot. Níunda markið hans og tvær mínútur eftir.Ólafur Stefánsson lætur verja frá sér langskot en Hreiðar varði hinum megin úr horninu. Tvær og hálf eftir.35-33 Austurríkismenn skorar enn á ný ýr hraðri sókn. 3 mínútur eru eftir af leiknum.Alexander Petersson stelur boltanum en síðan er brotið á honum og ekkert er dæmt.Dagur Sigurðsson tekur leikhlé þegar rúmar fjórar mínútur eru eftir. Ólafur Stefánsson hefur skorað mikilvæg mörk á síðustu mínútum eftir að hafa verið óþekkjanlegur framan af í leiknum.35-32 Ólafur Stefánsson með langskotiHreiðar varði langskot og Ólafur náði frákastinu. Íslendingar eru með boltann þegar 4 og hálf mínúta eru eftir.Austurríkismenn eru aftur með fullskipað lið.34-32 Arnór Atlason skorar með langskoti, sitt áttunda mark. Fimm og hálf mínúta eftir.Alexander Petersson fiskaði ruðning og við getum náð tveggja marka forustu.33-32 Ólafur Stefánsson skorar með langskoti. Hann er kominn með sex mörk. 53:18 á klukkunni.Austurríkismenn fá tvær mínútur fyrir brot á Alexander.Ólafur Stefánsson fékk smá hvíld en er nú kominn inn aftur.32-32 Austurríkismenn jafna aftur af línunni. Sjö og hálf mínúta eftir.32-31 Alexander Petersson úr hraðaupphlauði eftir að Austurríksmenn misstu boltann. 8 og hálf mínúta eftir.Snorri Steinn skýtur í slánna af línunni og Austurríkismenn fá boltann.31-31 Austuríkismenn jafna af línunni31-30 Ólafur Stefánsson úr langskoti. 10 mínútur eftir.30-30 Austurríkismenn jafna úr hraðri sókn. 11 mínútur eftir.Ólafur Stefánsson skýtur framhjá úr langskoti11 og hálf mínúta eftir og Ísland getur komist tveimur mörkum yfir.Hreiðar varði af línunni og Ísland fær boltann.Tólf mínútur eftir af leiknum.30-29 Snorri Steinn Guðjónsson skorar úr vítiGuðjón Valur fiskar víti eftir línusendingu frá ÓlafiSnorri Steinn með skot í varnarvegginn.29-29 Austurríkismenn jafna úr víti. 14 mínútur eftir.29-28 Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. 15 mínútur eftir.Hreiðar varði úr hraðaupphlaupiSnorri Steinn lætur verja frá sér gegnumbrotHreiðar varði úr hægra horninu. Ísland getur komist aftur yfir þegar 16 mínútur eru eftir.28-28 Ólafur Stefánsson skorar loksins með frábæru langskoti.27-28 Ísland vinnur boltann en tapar honum strax og Austurríksmenn komast yfir úr hraðri sókn.27-27 Róbert af línu eftir sendingu Arnórs. 18 mínútur eftir.Hreiðar er kominn í markið hjá Íslandi.26-27 Austurríki skorar úr horninu. 19 mínútur eftir af leiknum.26-26 Alexander Petersson skorar úr horni eftir sendingu ÓlafsLeikhlé Guðmundar tókst vel í fyrri hálfleik en hvað gerist nú síðustu 20 mínúturnar í leiknum.25-26 Austurríkismenn keyra á íslenska liðið og eru komnir yfir með sínu þriðja marki í röð. Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé.Ólafur Stefánsson er í miklum vandræðum og er mjög ólíkur sjálfum sér.25-25 Austurríkismenn jafna með langskoti.Björgvin varði gegnumbrot en Austurríki fær aukakast.Arnór skýtur í vörnina og Austurríkismenn geta nú jafnað.25-24 Austuríki skorar úr víti. 39 mínútur liðnar.Björgvin varði gegnumbrot en Austurríkismenn fá víti.25-23 Róbert af línu eftir sendingu Arnórs. Átta mínútur liðnar af seinni.24-23 Austurríkismenn skora með langskoti. Roland Schilinger með sjötta markið sitt.24-22 Arnór Atlason með langskot, sjöunda markið hans. Hann er sá eini sem er að gera eitthvað í sókninni.23-22 Austurríkismenn skora úr hraðaupphlaupi. 36 mínútur liðnar.Snorri Steinn lætur verja frá sér langskot.23-21 Austurríkismenn skorar úr gegnumbroti. Viktor Szilagyi er enn á ný á ferðinni.23-20 Arnór skorar sitt sjötta mark í leiknum nú með langskoti. Fjórar mínútur liðnar af seinni.22-20 Austurríkismenn skora úr horni í hraðri sókn. Mark Weber er búinn að skora tvö mörk í röð.Guðjón Valur lætur verja frá sér á línunni.22-19 Arnór lætur verja frá sér og Austurríki skorar úr hraðaupphlaupiBjörgvin varði úr horni22-18 Snorri Steinn Guðjónsson skorar örugglega úr vítinu. Tvær mínútur búnar af seinni.Róbert fiskar víti eftir línusendingu frá Arnóri. Fyrsta víti Íslands í leiknum.21-18 Austurríkismenn skora úr langskoti. Viktor Szilagyi skorar sitt fimmta mark.21-17 Róbert af línunni eftir sendingu frá Arnóri.Ísland byrjar með boltann í seinni hálfleik.Hálfleikur: Útlitið var ekki bjart þegar Austurríksmenn voru komnir þremur mörkum yfir en Guðmundur tók leikhlé og íslensku strákarnir svöruðu því með því að vinna síðustu tólf mínútur hálfleiksins 10-4. Arnór Atlason skoraði síðustu þrjú mörk Íslands í hálfleiknum og er markahæstur með fimm mörk.Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Arnór Atlason 5, Alexander Petersson 4, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2. Björgvin Páll er búinn að verja 10 skot.Arnór skýtur í slánna úr síðasta skoti fyrri hálfleiks.20-17 Austurríkismenn skora.Ísland er búið að skora 10-3 á síðustu 11 mínútum.20-16 Arnór Atlason úr hraðaupphlaupi. Kominn með fimm mörk. Mínúta eftir.19-16 Arnór Atlason, með langskoti, Fjórða markið hans í leiknum úr fimm skotum. Ein og hálf mínúta eftir.18-16 Austurríkismenn skora úr gegnumbroti.Bæði lið missa mann útaf. Ingimundur Ingimundarson var í slagsmálum á línunni.18-15 Arnór með langskoti, 3 og hálf mínúta eftirSnorri Steinn lætur verja frá sér langskot en Alexander Petersson nær frákastinu.17-15 Austurríkismenn skorar úr víti. Konrad Wilxzynski er kominn með fimm mörk.17-14 Alexander Petersson skorar með langskoti. Fjórða mark hans. Ísland er á 7-1 spretti.Alexander Petersson fiskar tvær mínútur og nú er jafnt í liðum.Björgvin varði frábærlega úr horninu16-14 Arnór Atlason með langskoti15-14 Austurríkismenn skorar af línunni en Björgvin var við það að verja. Sex mínútur eftir af fyrri hálfleik.Björgvin varði úr horni en Austurríksmenn fá ódýrt aukakast og Ólafur Stefánsson er rekinn útaf í tvær mínútur.15-13 Róbert af línunni eftir sendingu Arnórs. Fimmta íslenska markið í röð.Austurríkismenn henda boltanum útaf vellinum og íslenska vörnin er búinn að ná takti - loksins. 23 mínútur liðnarDagur Sigurðsson tekur leikhlé þegar 22:10 eru búnar af fyrri hálfleik. Góður kafli hjá íslenska liðinu.14-13 Alexander Petersson með gegnumbroti eftir hraða sókn.Björgvin varði langskotiÍslenska vörnin er vonandi að smella eftir slaka byrjun.Ísland vann kaflann manni fleiri 2-0.13-13 Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupum annað markið í röð í tómt mark. 21 mínúta liðin.12-13 Ólafur Stefánsson skorar úr hraðaupphlaupi í tómt markið.Dagur Sigurðsson lætur markmanninn spila í sókn11-13 Alexander Petersson skorar úr horninu eftir sendingu ÓlafsRóbert Gunnarsson fiskar tvær mínútur.Það bragð að taka Ólaf Stefánsson út úr leiknum hefur gengið vel. 19 mínútur liðnar af leiknum.10-13 Roland Schilinger skorar fjórða markið sitt og Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé. Þetta lítur ekki vel út.Logi tapar botlanum og Austurríki getur komist þremur mörkum yfir.10-12 Austurríkismenn skora enn á ný með gegnumbroti.Logi Geirsson er kominn inn í íslensku sóknina í staðinn fyrir Arnór. Ísland fær á sig sóknarbrot.Björgvin varði hraðaupphlaup eftir að Ólafur Stefánsson hafði tapað boltanum.10-11 Austurríki skora af línu10-10 Alexander Petersson skorar úr gegnumbroti - 16 mínútur liðnar9-10 Austurríkismenn skora úr gegnumbroti. Íslenska vörnin er að opnast alltof auðveldlega.Fyrri hálfleikur er hálfnaður og liðin eru búin að skora 18 mörk9-9 Austurríkismenn skora með gegnumbroti hægra megin.9-8 Róbert af línu eftir sendingu Arnórs úr hraðri sókn8-8 Austurríkismenn skorar úr gegnumbrotiRóbert Gunnarsson fær á sig sóknarbrotAusturríksmenn skjóta í slánna og Ísland getur komist tveimur mörkum yfir.8-7 Ólafur Stefánsson skorar úr langskotiBjörgvin varði úr hraðaupphlaupiBjörgvin varði langskot7-7 Arnór skorar úr hraðri sókn 11 minútur liðnar6-7 Austurríkismenn skora aftur úr hraðri sókn. Þeir keyra enn á ný á íslenska liðið áður en það er búið að stilla upp í vörn6-6 Snorri Steinn með langskoti, 10 mínútur liðnar5-6 Austurríkismenn skora af línuNíu mínútur liðnar og það er mikill hraði í upphafi leiks. Austurríkismenn spila hægar sóknir og keyra síðan hraðar sóknir þegar þeir vinna boltann.5-5 Guðjón Valur úr hraðaupphlaupi efrir sendingu BjörgvinsBjörgvin varði langskot4-5 Austurríkismenn skorar úr hraðri sókn 8 mínútur liðnar4-4 Róbert af línu eftir sendingu Snorra Steins3-4 Austurríkismenn skorar úr hraðri sókn 7 mínútur liðnar3-3 Ólafur Stefánsson, langskot2-3 Austurríkismenn skora, snúningsmark úr þröngri stöðu úr horninu2-2 Guðjón Valur hraðaupphlaup eftir sendingu Björgvins1-2 Snorri Steinn, langskot, 4 mínútur liðnar0-2 3 mín Austurríki skorar úr hraðri sóknSnorri Steinn lætur verja frá sér úr horninuBjörgvin varði langskot og Ísland fer í sóknÓlafur Stefánsson er tekinn úr umferð og Arnór Atlason lætur verja frá sér fyrsta skotið.0-1 2 mín - Björgvin varði vítið en Austurríki skoraði úr frákastinuAusturríki fær víti í fyrstu sóknAusturríkismenn byrja með boltann í leiknum.Byrjunarlið Íslands (vörn): Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ingimundur Ingimundarson, Sverre Jakobsson, Alexander Petersson, Ólafur Stefánsson. Björgvin Páll Gústavsson er í markinu.Það er örugglega undarleg tilfinning fyrir Dag Sigurðsson að hlusta á íslenska þjóðsönginn sem andstæðingur.Ólafur Guðmundsson hvílir aftur í kvöld og liðið er óbreytt frá því í fyrsta leiknum á móti Serbum.
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira