Innlent

Útnefnir Gunnar sem efnilegasta í bardagaíþróttamanninn

Gunnar Nelson er efstur á lista íþróttavefjarins MMA Spot yfir tíu efnilegustu bardagaíþróttamenn í blönduðum bardagalistum í veltivigt.

Hann er yngstur á listanum en hann er tuttugu og eins árs gamall.

Í öðru sæti er Bandaríkjamaðurinn David Mitchell og því þriðja er Rússinn Magomed Shikshabekov.

Annar Norðurlandabúi er á listanum, Norðmaðurinn Simeon Thoresen, sem skipar áttunda sætið.

Auk þeirra eru þrír Bandaríkjamenn til viðbótar á listanum og þrír Brasilíumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×