Íslenskur kvikmyndavetur 5. mars 2010 04:15 Beðið eftir styrkjum Miklar breytingar verða á úthlutun Kvikmyndamiðstöðvar úr Kvikmyndasjóði. Upphæð styrkjanna verður sú sama en færri fá úthlutað. Úthlutað verður úr menningarsjóði útvarpsstöðva í mars en þar verða til ráðstöfunar 88 milljónir á næstu tveimur árum. Friðrik Þór Friðriksson og Reynir Lyngdal eru meðal þeirra sem eru með vilyrði fyrir styrk úr Kvikmyndasjóði. Kvikmyndagerðarmenn bíða nú eftir fyrstu úthlutun Kvikmyndasjóðs eftir að ríkisstjórnin ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar, segir íslenska kvikmyndagerð búa við algjörlega nýtt landslag. Innan kvikmyndagerðarbransans er talað um að það hafi kólnað ansi hratt í iðnaðinum að undanförnu. Tvær sjónvarpsþáttaraðir hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá Kvikmyndamiðstöð og ekki er reiknað með að fleiri verði um þá köku. Þetta eru Tími nornarinnar sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir eftir samnefndri bók Árna Þórarinssonar og svo Betlehem eftir Dag Kára Pétursson sem Ljósbandið framleiðir. Gert er ráð fyrir því að þær fari í tökur á þessu ári en Betlehem verður sýnd á Stöð 2 og Tími nornarinnar á RÚV. Ekki má heldur gleyma grínheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar og alter-egósins hans, Frímanns Gunnarssonar, um norrænan húmor, en þær tökur eru á lokastigi. Þá er tökum á Rétti 2 að ljúka. Á teikniborðum íslenskra handritshöfunda eru þó þættir á borð við Pressu 2 sem Sigurjón Kjartansson og Jóhann Ævar Grímsson eru byrjaðir að skrifa og svo Jói og Gói með þeim Jóhannesi Hauki og Guðjóni Davíð Karlssyni í aðalhlutverkum. Ekki er þó ljóst hvenær þessir þættir fara í framleiðslu. Þrjár kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Þetta eru Djúpið eftir Baltasar Kormák, Gauragangur í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar og Okkar eigin Osló sem Reynir Lyngdal leikstýrir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er mjög líklegt að ekki muni fjölga í þessum flokki á næstunni. Laufey segir að upphæð styrkja úr Kvikmyndasjóði verði sú sama og eftir hrun, það verði hins vegar færri kvikmyndagerðarmenn sem fái úthlutað. „Þetta er ástand sem reynir á þolmörk íslenska bransans en ég trúi því að ef okkur tekst að gera þrjár til fjórar kvikmyndir á ári að þá höldum við fagfólkinu inni í landinu," segir Laufey. Menntamálaráðherra tilkynnti nýverið að 88 milljónum sem fundust í menningarsjóði útvarpsstöðva yrði úthlutað til íslenskrar dagskrárgerðar, bæði í útvarpi og sjónvarpi. „Ég er þessa dagana að skipa í stjórn, það ætti að klárast í þessari viku og síðan verður vonandi auglýst eftir umsóknum í mars seinna í þessum mánuði," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Þær upphæðir, þótt lágar séu, eiga eflaust eftir að koma að góðum notum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Kvikmyndagerðarmenn bíða nú eftir fyrstu úthlutun Kvikmyndasjóðs eftir að ríkisstjórnin ákvað að skera niður starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar, segir íslenska kvikmyndagerð búa við algjörlega nýtt landslag. Innan kvikmyndagerðarbransans er talað um að það hafi kólnað ansi hratt í iðnaðinum að undanförnu. Tvær sjónvarpsþáttaraðir hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá Kvikmyndamiðstöð og ekki er reiknað með að fleiri verði um þá köku. Þetta eru Tími nornarinnar sem Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir eftir samnefndri bók Árna Þórarinssonar og svo Betlehem eftir Dag Kára Pétursson sem Ljósbandið framleiðir. Gert er ráð fyrir því að þær fari í tökur á þessu ári en Betlehem verður sýnd á Stöð 2 og Tími nornarinnar á RÚV. Ekki má heldur gleyma grínheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar og alter-egósins hans, Frímanns Gunnarssonar, um norrænan húmor, en þær tökur eru á lokastigi. Þá er tökum á Rétti 2 að ljúka. Á teikniborðum íslenskra handritshöfunda eru þó þættir á borð við Pressu 2 sem Sigurjón Kjartansson og Jóhann Ævar Grímsson eru byrjaðir að skrifa og svo Jói og Gói með þeim Jóhannesi Hauki og Guðjóni Davíð Karlssyni í aðalhlutverkum. Ekki er þó ljóst hvenær þessir þættir fara í framleiðslu. Þrjár kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Þetta eru Djúpið eftir Baltasar Kormák, Gauragangur í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar og Okkar eigin Osló sem Reynir Lyngdal leikstýrir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er mjög líklegt að ekki muni fjölga í þessum flokki á næstunni. Laufey segir að upphæð styrkja úr Kvikmyndasjóði verði sú sama og eftir hrun, það verði hins vegar færri kvikmyndagerðarmenn sem fái úthlutað. „Þetta er ástand sem reynir á þolmörk íslenska bransans en ég trúi því að ef okkur tekst að gera þrjár til fjórar kvikmyndir á ári að þá höldum við fagfólkinu inni í landinu," segir Laufey. Menntamálaráðherra tilkynnti nýverið að 88 milljónum sem fundust í menningarsjóði útvarpsstöðva yrði úthlutað til íslenskrar dagskrárgerðar, bæði í útvarpi og sjónvarpi. „Ég er þessa dagana að skipa í stjórn, það ætti að klárast í þessari viku og síðan verður vonandi auglýst eftir umsóknum í mars seinna í þessum mánuði," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Þær upphæðir, þótt lágar séu, eiga eflaust eftir að koma að góðum notum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira