Aðlögun þjóðarbúsins gengið vonum framar 13. mars 2010 11:36 Stefán Ólafsson. Samdráttur í þjóðarframleiðslu Finna og Dana var meiri en hjá Íslendingum á árunum 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands en þar er fjallað um samdrátt efnahagslífsins hér á landi í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar og aðrar vestrænar þjóðir. Aðlögun íslenska þjóðarbúsins í kjölfar hrunsins virðist hafa gengið vonum framar. Í greininni sem skrifuð er af Stefáni Ólafssyni prófessor við HÍ er stuðst við nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins og nýlegar tölur frá Hagstofa Íslands um þróun þjóðarframleiðslunnar á Íslandi á árinu 2009. „Niðurstaðan er að samdráttur þjóðarframleiðslu á Íslandi var 6,5% á árinu 2009, en á árinu 2008 jókst þjóðarframleiðslan um 1,0%. Samanlagður er samdráttur þjóðarframleiðslu á Íslandi árin 2008 og 2009 því 5,5%," segir í í greininni. Mikill samdráttur hjá Finnum Mjög mikill samdráttur varð í þjóðarframleiðslu Finna á árinu 2009, eða um 7,8%. Ísland var með 6,5%, Danmörk 5,1%, Svíþjóð 4,9% og loks varð aðeins um 1,5% samdráttur í Noregi á árinu 2009 að því er fram kemur í greininni. „Ef litið er á bæði árin, 2008 og 2009 saman, þá er heildarsamdráttur þjóðarframleiðslu í kreppunni mestur í Finnlandi (6,6%) og næst mestur í Danmörku (6,0%). Ísland er í þriðja sæti með samtals 5,5% samdrátt, litlu meira en Svíþjóð (5,1%). Hagvöxtur í Danmörku hefur verið talsvert minni en á Íslandi á síðustu árum og almennt er Dönum ekki spáð miklum hagvexti á næstu árum af bæði OECD og Eurostat," segir ennfremur. Þá segir að athygli veki í ljósi hins mikla áfalls er varð með fjármálahruninu á Íslandi að samdráttur þjóðarframleiðslu skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. „Áður hafði verið spáð allt að 10% samdrætti þjóðarframleiðslu á árinu 2009 (bæði af AGS, OECD og Seðlabanka Íslands). Spáð er frekari samdrætti hér á landi á árinu 2010 og Seðlabanki Íslands hefur í janúar fært spá sína niður frá því sem áður var, m.a. vegna óvissu er tengist töfum við afgreiðslu Icesave-málsins." Atvinnuleysið mest í Svíþjóð og Finnlandi Í fréttabréfinu er einnig fjallað um umfang atvinnuleysis á Norðurlöndunum í fyrra og kemur fram að atvinnuleysi var mest í Finnlandi og Svíþjóð, en Ísland telst vera í þriðja sæti með 7,8% fyrir fjórða ársfjórðung, samkvæmt umreikningi OECD á tölum Hagstofu Íslands. „Hagstofa Íslands mældi atvinnuleysið á fjórða ársfjórðungi sem 6,7% en með stöðlunaraðferð OECD hækkar það í 7,8%. Skráð atvinnuleysi eins og Vinnumálastofnun mælir það er almennt hærra, sem nemur rúmlega 1 %-stigi. Tölur OECD eru hins vegar sambærilegastar við tölur annarra landa." Stefán segir að samdráttur efnahagslífs og tengdur atvinnuleysisvandi á Íslandi undir lok ársins 2009 sé því í meðallagi í hópi norrænu þjóðanna. „Má telja það nokkurt undrunarefni í ljósi hrunsins," segir hann í greininni. Þegar litið er til fleiri þjóða kemur í ljós að Ísland er í 10. sæti af 35 löndum, þegar samdráttur þjóðarframleiðslu er metinn. „Af þeim 9 þjóðum sem eru með meiri samdrátt þjóðarframleiðslu en Íslendingar standa Eystrasaltsþjóðirnar (Lettland, Eistland og Litháen) áberandi verst og samdráttur í Írlandi var einnig mikill (10,5%), eða nærri helmingi meiri en hjá Íslendingum. Finnar eru svo í 5. sæti á þessum ófaralista. Að meðaltali dróst þjóðarframleiðsla aðildarríkja Evrópusambandsins saman um samtals 3,4% á árunum 2008 og 2009." Eykur bjartsýni Þá voru 20 þjóðir með meiri atvinnuleysisvanda en Íslendingar undir lok ársins 2009 af þessum 35 vestrænu þjóðum. Stefán segir að þjóðirnar við Eystrasalt standi verst, auk Spánverja, Íra og ýmissa þjóða í Austur-Evrópu. Meðaltal Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er nærri 10%, eða talsvert meira en atvinnuleysi Íslendinga. Að lokum segir Stefán að aðlögun íslenska þjóðarbúsins í kjölfar hrunsins virðist því hafa „gengið vonum framar, enn sem komið er, þ.e. hvað þjóðarframleiðslu og atvinnuleysi snertir. Þessi staðreynd ætti að auka Íslendingum bjartsýni um möguleika á öflugri endurreisn þjóðarbúskaparins." Fréttabréfið má sjá hér. Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Samdráttur í þjóðarframleiðslu Finna og Dana var meiri en hjá Íslendingum á árunum 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands en þar er fjallað um samdrátt efnahagslífsins hér á landi í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar og aðrar vestrænar þjóðir. Aðlögun íslenska þjóðarbúsins í kjölfar hrunsins virðist hafa gengið vonum framar. Í greininni sem skrifuð er af Stefáni Ólafssyni prófessor við HÍ er stuðst við nýjar tölur frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins og nýlegar tölur frá Hagstofa Íslands um þróun þjóðarframleiðslunnar á Íslandi á árinu 2009. „Niðurstaðan er að samdráttur þjóðarframleiðslu á Íslandi var 6,5% á árinu 2009, en á árinu 2008 jókst þjóðarframleiðslan um 1,0%. Samanlagður er samdráttur þjóðarframleiðslu á Íslandi árin 2008 og 2009 því 5,5%," segir í í greininni. Mikill samdráttur hjá Finnum Mjög mikill samdráttur varð í þjóðarframleiðslu Finna á árinu 2009, eða um 7,8%. Ísland var með 6,5%, Danmörk 5,1%, Svíþjóð 4,9% og loks varð aðeins um 1,5% samdráttur í Noregi á árinu 2009 að því er fram kemur í greininni. „Ef litið er á bæði árin, 2008 og 2009 saman, þá er heildarsamdráttur þjóðarframleiðslu í kreppunni mestur í Finnlandi (6,6%) og næst mestur í Danmörku (6,0%). Ísland er í þriðja sæti með samtals 5,5% samdrátt, litlu meira en Svíþjóð (5,1%). Hagvöxtur í Danmörku hefur verið talsvert minni en á Íslandi á síðustu árum og almennt er Dönum ekki spáð miklum hagvexti á næstu árum af bæði OECD og Eurostat," segir ennfremur. Þá segir að athygli veki í ljósi hins mikla áfalls er varð með fjármálahruninu á Íslandi að samdráttur þjóðarframleiðslu skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. „Áður hafði verið spáð allt að 10% samdrætti þjóðarframleiðslu á árinu 2009 (bæði af AGS, OECD og Seðlabanka Íslands). Spáð er frekari samdrætti hér á landi á árinu 2010 og Seðlabanki Íslands hefur í janúar fært spá sína niður frá því sem áður var, m.a. vegna óvissu er tengist töfum við afgreiðslu Icesave-málsins." Atvinnuleysið mest í Svíþjóð og Finnlandi Í fréttabréfinu er einnig fjallað um umfang atvinnuleysis á Norðurlöndunum í fyrra og kemur fram að atvinnuleysi var mest í Finnlandi og Svíþjóð, en Ísland telst vera í þriðja sæti með 7,8% fyrir fjórða ársfjórðung, samkvæmt umreikningi OECD á tölum Hagstofu Íslands. „Hagstofa Íslands mældi atvinnuleysið á fjórða ársfjórðungi sem 6,7% en með stöðlunaraðferð OECD hækkar það í 7,8%. Skráð atvinnuleysi eins og Vinnumálastofnun mælir það er almennt hærra, sem nemur rúmlega 1 %-stigi. Tölur OECD eru hins vegar sambærilegastar við tölur annarra landa." Stefán segir að samdráttur efnahagslífs og tengdur atvinnuleysisvandi á Íslandi undir lok ársins 2009 sé því í meðallagi í hópi norrænu þjóðanna. „Má telja það nokkurt undrunarefni í ljósi hrunsins," segir hann í greininni. Þegar litið er til fleiri þjóða kemur í ljós að Ísland er í 10. sæti af 35 löndum, þegar samdráttur þjóðarframleiðslu er metinn. „Af þeim 9 þjóðum sem eru með meiri samdrátt þjóðarframleiðslu en Íslendingar standa Eystrasaltsþjóðirnar (Lettland, Eistland og Litháen) áberandi verst og samdráttur í Írlandi var einnig mikill (10,5%), eða nærri helmingi meiri en hjá Íslendingum. Finnar eru svo í 5. sæti á þessum ófaralista. Að meðaltali dróst þjóðarframleiðsla aðildarríkja Evrópusambandsins saman um samtals 3,4% á árunum 2008 og 2009." Eykur bjartsýni Þá voru 20 þjóðir með meiri atvinnuleysisvanda en Íslendingar undir lok ársins 2009 af þessum 35 vestrænu þjóðum. Stefán segir að þjóðirnar við Eystrasalt standi verst, auk Spánverja, Íra og ýmissa þjóða í Austur-Evrópu. Meðaltal Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er nærri 10%, eða talsvert meira en atvinnuleysi Íslendinga. Að lokum segir Stefán að aðlögun íslenska þjóðarbúsins í kjölfar hrunsins virðist því hafa „gengið vonum framar, enn sem komið er, þ.e. hvað þjóðarframleiðslu og atvinnuleysi snertir. Þessi staðreynd ætti að auka Íslendingum bjartsýni um möguleika á öflugri endurreisn þjóðarbúskaparins." Fréttabréfið má sjá hér.
Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira