Innlent

Snjóflóðavarnir skapa störf

Svandís Svavarsdóttir. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að verja 350 milljónum króna úr Ofanflóðasjóði til að hefja tvö stór verkefni við uppbyggingu snjóflóðavarna í Neskaupstað og á Ísafirði. Hægt er að bjóða verkin út strax.
Svandís Svavarsdóttir. Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að verja 350 milljónum króna úr Ofanflóðasjóði til að hefja tvö stór verkefni við uppbyggingu snjóflóðavarna í Neskaupstað og á Ísafirði. Hægt er að bjóða verkin út strax. Mynd/Valgarður Gíslason

Tvö stór og mannaflsfrek verkefni við uppbyggingu snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað og á Ísafirði fara án tafar í útboð. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að veita 350 milljónir króna úr Ofanflóðasjóði sem sérstaklega eru eyrnamerkt framkvæmdunum.

Svandís Svavarsdóttir umhverfis­ráðherra segir að sameiginlegt minnisblað hennar og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra þessa efnis hafi verið samþykkt, enda sé um afar mikilvæg verkefni að ræða. „Þetta er mikilvægt út frá byggðarsjónarmiðum en ekki síst sem atvinnuverkefni á þessum tveimur stöðum."

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að 450 milljónum yrði varið úr Ofanflóðasjóði og því verða 800 milljónir til skiptanna til að byggja upp flóðavarnir.

Framkvæmdunum í Neskaupstað og á Ísafirði var frestað árið 2009 vegna tilmæla AGS um samdrátt ríkisútgjalda. Þá átti að fresta öllum nýframkvæmdum við uppbyggingu flóðavarna til ársins 2013. Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega, þar sem staða sjóðsins er góð. Eignir sjóðsins eru rúmlega sjö milljarðar króna.

Á hverju ári gefa tekjustofnar sjóðsins um 1,3 milljarða króna. Reikna má með að vaxtatekjur sjóðsins, af sjö milljarða króna eign, séu á milli 800 og 900 milljónir á ári. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×