Erlent

Rússneskir kafbátar gætu stöðvað olíulekann á Mexíkóflóa

Tveir sérsmíðaðir rússneskir smákafbátar gætu stoppað olíulekann á Mexíkóflóa.

Samkvæmt frétt um málið á BBC geta kafbátar þessir athafnað sig á allt að 6.000 metra dýpi en þeir eru notaðir til leitar að gaslindum á botni Baikal vatnsins í Síberíu sem er dýpsta stöðuvatn heimsins.

BBC hefur eftir skipstjóra annars bátanna að enn sé tími til stefnu til að senda bátana til Mexíkóflóa til að aðstoða BP olíufélagið við að stöðva lekann. Ákvörðun um slíkt verði þó að taka á æðstu stöðum í rússneska stjórnkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×