Breski leikarinn Stephen Fry ætlar að koma fram á uppistandssýningu í Royal Albert Hall í London 20. september. Hann ætlar að biðja fylgjendur sína á síðunni Twitter að benda sér á hentug umfjöllunarefni. Stutt er síðan Fry hélt fjórar svipaðar sýningar í Sydney og Melbourne í Ástralíu. „Ég hef verið kynnir og gestur á þessum merka stað mörgum sinnum en ég haf aldrei verið með mína eigin sýningu þar. Ég er mjög spenntur," sagði Fry. Hann bætti við að ef sýningin gengur vel gæti hann farið í uppistandsferðalag um Bretland í einn mánuð.
Twitter fyrir uppistand

Fleiri fréttir
