Engin stórgallar í bíl Vettels 2. apríl 2010 07:29 Sebastian Vettel og Gukkauma Rocquelin ræða málin í Malasíu. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur leitt tvö síðustu mót, en lent í bilunum í báðum mótum og aðeins náð fjórða sæti í því fyrsta. Hann segir bíl sinn þó traustan og bilanirnar sem hafa komið upp bendi ekki til þess að eitthvað sé meiriháttar að hjá Red Bull. "Ég hef ekki trú á að einhver deild innan Red Bull sé að klikka og valda vandamálum. Bilanirnar sem hafa komið upp eru sjaldgæfar og þetta er hluti af kappakstri. Vissulega er þetta ekki gott, ef maður ætlar að berjast um titilinn, en það eru bara tvö mót búinn og þetta er ekkert stórmál", sagði Vettel. Í fyrsta móti ársins bilaði kerti í vélarsalnum og um síðustu helgi bilaði framhjólabúnaður vinstra megin þegar Vettel var á góðri leið með að tryggja sér sigur. "Við vitum hvað gerðist og höfum ekki áhyggjur fyrir þessa mótshelgi. Ég hefði ekki getað gert betur sjálfur. Bílarnir eru byggðir til að aka í botni og við lentum aldrei í þessum vandræðum á æfingum eins og í Barein og Melbourne. En við höldum áfram okkar striki sem fyrr, þrátt fyrir áföll", sagði Vettel. Hann varð aðeins níundi á fyrstu æfingu keppnisliða í nótt, en varð svo annar á eftir Lewis Hamilton á seinni æfingunni. Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur leitt tvö síðustu mót, en lent í bilunum í báðum mótum og aðeins náð fjórða sæti í því fyrsta. Hann segir bíl sinn þó traustan og bilanirnar sem hafa komið upp bendi ekki til þess að eitthvað sé meiriháttar að hjá Red Bull. "Ég hef ekki trú á að einhver deild innan Red Bull sé að klikka og valda vandamálum. Bilanirnar sem hafa komið upp eru sjaldgæfar og þetta er hluti af kappakstri. Vissulega er þetta ekki gott, ef maður ætlar að berjast um titilinn, en það eru bara tvö mót búinn og þetta er ekkert stórmál", sagði Vettel. Í fyrsta móti ársins bilaði kerti í vélarsalnum og um síðustu helgi bilaði framhjólabúnaður vinstra megin þegar Vettel var á góðri leið með að tryggja sér sigur. "Við vitum hvað gerðist og höfum ekki áhyggjur fyrir þessa mótshelgi. Ég hefði ekki getað gert betur sjálfur. Bílarnir eru byggðir til að aka í botni og við lentum aldrei í þessum vandræðum á æfingum eins og í Barein og Melbourne. En við höldum áfram okkar striki sem fyrr, þrátt fyrir áföll", sagði Vettel. Hann varð aðeins níundi á fyrstu æfingu keppnisliða í nótt, en varð svo annar á eftir Lewis Hamilton á seinni æfingunni.
Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira