Friður og stjórnarskrá fyrir alla? Magnea K. Marínósdóttir skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Árið 1995 var endir bundinn á borgarastríðið í Bosníu og Hersegóvínu með undirritun friðarsamninga kennda við bandaríska bæinn Dayton. Sendinefndirnar sem unnu að gerð friðarsamninganna voru eingöngu skipaðar karlmönnum. Engin kona var fengin til að bera vitni fyrir sátta- og samningaviðræðunefndunum sem sömdu um frið og engin kona skrifaði undir samningana. KvennaréttarhöldHaustið 2012 stendur til að halda Kvennaréttarhöld (Women Court) á Balkanskaganum til að fjalla um málefni kvenna og stúlkna sem voru fórnarlömb kynferðisofbeldis í stríðinu. Réttarhöldin eru skipulögð af kvennasamtökum á Balkanskaga með stuðningi frá Corinne Kumar frá Túnis sem hefur komið að undirbúningi Kvennaréttarhalda um allan heim. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að kviðdómur, sem samanstendur af virtum sérfræðingum á sviði alþjóðalaga og mannréttinda, hlustar á vitnisburð kvenna auk þess sem margvísleg gögn og greiningar verða lagðar fram. Markmiðið er að rétta hlut brotaþola og koma á móts við þarfir þeirra lagalega, efnahagslega, félagslega og síðast en ekki síst andlega. Réttarhöldin eru þannig liður í því að lækna sárin á sálinni sem konurnar bera hið innra með sér en flestar ef ekki allar konurnar hafa lifað í allt að 18 ár með reynslu sína í þögn og skömm. Ályktun öryggisráðs SÞ nr 1325Konur á Balkanskaganum hafa unnið að framkvæmd Kvennaréttarhaldanna síðan árið 2000. Sama ár var ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna - fimm árum eftir að stríðsátökunum í Bosníu og Hersegóvínu lauk. Ályktunin er fyrsta sinnar tegundar sem tengir stöðu kvenna í stríðum beint við hlutverk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hún var samþykkt eftir áratuga baráttu kvennasamtaka um allan heim sem kölluðu eftir því að gripið yrði til aðgerða til að varna gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í vopnuðum átökum. Þrátt fyrir samþykkt ályktunarinnar hefur framfylgni við hana í aðildarlöndum SÞ verið mjög ábótavant. Það hefur gert það að verkum að öryggisráð SÞ hefur samþykkt fleiri ályktanir til að undirstrika einstaka þætti ályktunar 1325, eins og þátttöku kvenna í gerð friðarsamninga og uppbyggingu eftir stríð. Engin kona kom að gerð friðaramnninganna og stjórnarskrárinnar í Bosníu og Hersegóvínu eins og fyrr segir. Sama gildir um aðra friðarsamninga gerða frá 1992 til 2008. Af alls 24 friðarsamningum, nefna 16% sérstaklega þarfir kvenna og þrátt fyrir að kynjagreining sé vanalega hluti af þarfagreiningu þá er hin almenna staðreynd sú að minna en 8% af fjárframlögum fara til verkefna sem sérstaklega lúta að konum eða koma á móts við þarfir þeirra eftir stríð. Framtíð í þágu friðar?Ráðherraráð Bosníu og Hersegóvínu samþykkti 27. júlí sl. framkvæmdaáætlun sem gengur út á að framfylgja ályktun 1325. Vinnuhópur undir stjórn Jafnréttisstofu landsins vann að áætluninni frá árinu 2008, m.a. með styrk frá UNIFEM. Bosnía og Hersegóvína varð fyrsta ríkið á Balkanskaganum og áttunda Evrópuríkið til að samþykkja slíka framkvæmdaáætlun en alls hafa 20 af 192 ríkjum heims samið og samþykkt slíkar áætlanir. Framkvæmdaáætlun Bosníu og Hersegóvínu samanstendur af alls átta aðgerðum sem hafa það að markmiði að auka hlut kvenna í ákvarðanatöku, fjölga konum í lögreglu- og herliði landsins sem og í friðargæslu, vinna gegn mansali, klára hreinsun jarðsprengja sem eru enn til staðar eftir stríðið, vinna í málefnum kvenna sem voru fórnarlömb í stríðinu, auka færni opinberra starfsmanna til að beita kyngreiningu við stefnumótun, áætlana- og fjárlagagerð og að lokum að auka samvinnu opinberra stofnana við óháð félagasamtök og alþjóðastofnanir á sviði jafnréttismála. Aðgerðir til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi sérstaklega eru undanskildar í framkvæmdaáætlunininni en ástæðan er sú að í landinu eru nú þegar lög og aðgerðaráætlun sem lúta sérstaklega að þeim málaflokki. Eftir að aðgerðaáætlunin var samþykkt hefur samhæfingarhópur unnið að nánari framkvæmdaáætlun fyrir árið 2011 og í lok nóvember mun Jafnréttisstofan með stuðningi frá UNIFEM halda vinnuráðstefnu um viðmiðanir sem notaðar eru til að mæla hversu vel miðar að ná tilsettum markmiðum framkvæmdaáætlunarinnar og þar með stuðla að réttlátum friði og farsæld til framtíðar jafnt fyrir konur sem karlmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1995 var endir bundinn á borgarastríðið í Bosníu og Hersegóvínu með undirritun friðarsamninga kennda við bandaríska bæinn Dayton. Sendinefndirnar sem unnu að gerð friðarsamninganna voru eingöngu skipaðar karlmönnum. Engin kona var fengin til að bera vitni fyrir sátta- og samningaviðræðunefndunum sem sömdu um frið og engin kona skrifaði undir samningana. KvennaréttarhöldHaustið 2012 stendur til að halda Kvennaréttarhöld (Women Court) á Balkanskaganum til að fjalla um málefni kvenna og stúlkna sem voru fórnarlömb kynferðisofbeldis í stríðinu. Réttarhöldin eru skipulögð af kvennasamtökum á Balkanskaga með stuðningi frá Corinne Kumar frá Túnis sem hefur komið að undirbúningi Kvennaréttarhalda um allan heim. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að kviðdómur, sem samanstendur af virtum sérfræðingum á sviði alþjóðalaga og mannréttinda, hlustar á vitnisburð kvenna auk þess sem margvísleg gögn og greiningar verða lagðar fram. Markmiðið er að rétta hlut brotaþola og koma á móts við þarfir þeirra lagalega, efnahagslega, félagslega og síðast en ekki síst andlega. Réttarhöldin eru þannig liður í því að lækna sárin á sálinni sem konurnar bera hið innra með sér en flestar ef ekki allar konurnar hafa lifað í allt að 18 ár með reynslu sína í þögn og skömm. Ályktun öryggisráðs SÞ nr 1325Konur á Balkanskaganum hafa unnið að framkvæmd Kvennaréttarhaldanna síðan árið 2000. Sama ár var ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna - fimm árum eftir að stríðsátökunum í Bosníu og Hersegóvínu lauk. Ályktunin er fyrsta sinnar tegundar sem tengir stöðu kvenna í stríðum beint við hlutverk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hún var samþykkt eftir áratuga baráttu kvennasamtaka um allan heim sem kölluðu eftir því að gripið yrði til aðgerða til að varna gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í vopnuðum átökum. Þrátt fyrir samþykkt ályktunarinnar hefur framfylgni við hana í aðildarlöndum SÞ verið mjög ábótavant. Það hefur gert það að verkum að öryggisráð SÞ hefur samþykkt fleiri ályktanir til að undirstrika einstaka þætti ályktunar 1325, eins og þátttöku kvenna í gerð friðarsamninga og uppbyggingu eftir stríð. Engin kona kom að gerð friðaramnninganna og stjórnarskrárinnar í Bosníu og Hersegóvínu eins og fyrr segir. Sama gildir um aðra friðarsamninga gerða frá 1992 til 2008. Af alls 24 friðarsamningum, nefna 16% sérstaklega þarfir kvenna og þrátt fyrir að kynjagreining sé vanalega hluti af þarfagreiningu þá er hin almenna staðreynd sú að minna en 8% af fjárframlögum fara til verkefna sem sérstaklega lúta að konum eða koma á móts við þarfir þeirra eftir stríð. Framtíð í þágu friðar?Ráðherraráð Bosníu og Hersegóvínu samþykkti 27. júlí sl. framkvæmdaáætlun sem gengur út á að framfylgja ályktun 1325. Vinnuhópur undir stjórn Jafnréttisstofu landsins vann að áætluninni frá árinu 2008, m.a. með styrk frá UNIFEM. Bosnía og Hersegóvína varð fyrsta ríkið á Balkanskaganum og áttunda Evrópuríkið til að samþykkja slíka framkvæmdaáætlun en alls hafa 20 af 192 ríkjum heims samið og samþykkt slíkar áætlanir. Framkvæmdaáætlun Bosníu og Hersegóvínu samanstendur af alls átta aðgerðum sem hafa það að markmiði að auka hlut kvenna í ákvarðanatöku, fjölga konum í lögreglu- og herliði landsins sem og í friðargæslu, vinna gegn mansali, klára hreinsun jarðsprengja sem eru enn til staðar eftir stríðið, vinna í málefnum kvenna sem voru fórnarlömb í stríðinu, auka færni opinberra starfsmanna til að beita kyngreiningu við stefnumótun, áætlana- og fjárlagagerð og að lokum að auka samvinnu opinberra stofnana við óháð félagasamtök og alþjóðastofnanir á sviði jafnréttismála. Aðgerðir til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi sérstaklega eru undanskildar í framkvæmdaáætlunininni en ástæðan er sú að í landinu eru nú þegar lög og aðgerðaráætlun sem lúta sérstaklega að þeim málaflokki. Eftir að aðgerðaáætlunin var samþykkt hefur samhæfingarhópur unnið að nánari framkvæmdaáætlun fyrir árið 2011 og í lok nóvember mun Jafnréttisstofan með stuðningi frá UNIFEM halda vinnuráðstefnu um viðmiðanir sem notaðar eru til að mæla hversu vel miðar að ná tilsettum markmiðum framkvæmdaáætlunarinnar og þar með stuðla að réttlátum friði og farsæld til framtíðar jafnt fyrir konur sem karlmenn.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun