Raunveruleg þrískipting ríkisvaldsins eitt brýnasta verkefni stjórnlagaþings Margrét Cela skrifar 5. nóvember 2010 13:14 Í Rannsóknarskýrslu Alþingis er íslenska stjórnkerfið gagnrýnt. Kaflinn um íslenska stjórnmálamenningu hefst á umfjöllun um flokkakerfið og það foringjaræði sem hefur þróast í landinu. Þar segir að lýðræðiskerfið sé brothætt og veikt. Jafnframt er bent á að þar sem foringjaræðið nær fótfestu verður hætta á að þingið festist í löggjafarhlutverki sínu, að afgreiða tilbúin mál, en gefist ekki færi á að sinna umræðu- og eftirlitshlutverkinu sem skyldi. Af þessu má ráða að eitt brýnasta verkefni stjórnlagaþings verði að styrkja og efla lýðræðið í landinu. Draga þarf úr foringjaræði, koma á valdreifingu og skýrari afmörkun milli framkvæmdarvalds, dómsvalds og löggjafarvalds. Löggjafarvaldið á eftir sem áður að vera í höndum þingsins, framkvæmdarvaldið utan þingsins og sjálfstætt dómsvald. Til þess að lýðræðið virki sem best þarf að koma á öflugu eftirliti. Stjórnlagadómstóll að þýskri fyrirmynd sem gegnir því hlutverki að passa uppá að ný lög og stjórnarathafnir brjóti ekki í bága við stjórnarskrána á að geta veitt öflugt aðhald. Hægt væri að hátta því þannig að Alþingi skipaði helming dómaranna og framkvæmdarvaldið hinn helminginn. Þegar kemur að þrískiptingu valdsins getum við íslendingar dregið lærdóm af öðrum ríkjum. Við gætum til að mynda tekið finnska kerfið okkur til fyrirmyndar. Í Finnlandi er svokallað „hálf" forsetaræði. Það þýðir að forsetinn er mun valdameiri en sá íslenski en þó ekki á við þann franska eða bandaríska. Þannig er finnska kerfið ólíkt þingræðisríkjum vegna valda þjóðhöfðingjans en á sama tíma sker það sig frá forsetaræðisríkjum vegna þeirrar ábyrgðar sem framkvæmdavaldið ber gagnvart þinginu, þrátt fyrir að vera aðskilið því. Forsætisráðherra fer fyrir ríkisstjórninni þó svo að forsetinn veiti ákveðnum málaflokkum forystu, svo sem utanríkis- og öryggismálum. Þó svo að ákvörðunartökuvaldið í þeim málaflokkum sé í höndum forsetans starfar hann náið með og ráðfærir sig við viðkomandi ráðuneyti. Líkt og á Íslandi eru samsteypustjórnir algengar, enda er um fjölflokkakerfi að ræða. Flestar ákvarðananir eru teknar á ríkisstjórnarfundum enda er sjálfstæði ráðherra í Finnlandi mun minna en á Íslandi. Ekki er óalgengt að tveir ráðherrar, úr sitthvorum flokknum, fari með mikilvægustu málaflokkana. Forsetinn skipar forsætisráðherra, sem leggur fram tillögur að öðrum ráðherrum, forsetinn skipar þá í embætti og þingið þarf að samþykkja ráðhaginn. Finnska kerfið er því áhugaverð leið sem vert er fyrir okkur Íslendinga að skoða. Með henni myndum við strykja lýðræðið og koma á raunverulegri þrískiptingu valdsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Í Rannsóknarskýrslu Alþingis er íslenska stjórnkerfið gagnrýnt. Kaflinn um íslenska stjórnmálamenningu hefst á umfjöllun um flokkakerfið og það foringjaræði sem hefur þróast í landinu. Þar segir að lýðræðiskerfið sé brothætt og veikt. Jafnframt er bent á að þar sem foringjaræðið nær fótfestu verður hætta á að þingið festist í löggjafarhlutverki sínu, að afgreiða tilbúin mál, en gefist ekki færi á að sinna umræðu- og eftirlitshlutverkinu sem skyldi. Af þessu má ráða að eitt brýnasta verkefni stjórnlagaþings verði að styrkja og efla lýðræðið í landinu. Draga þarf úr foringjaræði, koma á valdreifingu og skýrari afmörkun milli framkvæmdarvalds, dómsvalds og löggjafarvalds. Löggjafarvaldið á eftir sem áður að vera í höndum þingsins, framkvæmdarvaldið utan þingsins og sjálfstætt dómsvald. Til þess að lýðræðið virki sem best þarf að koma á öflugu eftirliti. Stjórnlagadómstóll að þýskri fyrirmynd sem gegnir því hlutverki að passa uppá að ný lög og stjórnarathafnir brjóti ekki í bága við stjórnarskrána á að geta veitt öflugt aðhald. Hægt væri að hátta því þannig að Alþingi skipaði helming dómaranna og framkvæmdarvaldið hinn helminginn. Þegar kemur að þrískiptingu valdsins getum við íslendingar dregið lærdóm af öðrum ríkjum. Við gætum til að mynda tekið finnska kerfið okkur til fyrirmyndar. Í Finnlandi er svokallað „hálf" forsetaræði. Það þýðir að forsetinn er mun valdameiri en sá íslenski en þó ekki á við þann franska eða bandaríska. Þannig er finnska kerfið ólíkt þingræðisríkjum vegna valda þjóðhöfðingjans en á sama tíma sker það sig frá forsetaræðisríkjum vegna þeirrar ábyrgðar sem framkvæmdavaldið ber gagnvart þinginu, þrátt fyrir að vera aðskilið því. Forsætisráðherra fer fyrir ríkisstjórninni þó svo að forsetinn veiti ákveðnum málaflokkum forystu, svo sem utanríkis- og öryggismálum. Þó svo að ákvörðunartökuvaldið í þeim málaflokkum sé í höndum forsetans starfar hann náið með og ráðfærir sig við viðkomandi ráðuneyti. Líkt og á Íslandi eru samsteypustjórnir algengar, enda er um fjölflokkakerfi að ræða. Flestar ákvarðananir eru teknar á ríkisstjórnarfundum enda er sjálfstæði ráðherra í Finnlandi mun minna en á Íslandi. Ekki er óalgengt að tveir ráðherrar, úr sitthvorum flokknum, fari með mikilvægustu málaflokkana. Forsetinn skipar forsætisráðherra, sem leggur fram tillögur að öðrum ráðherrum, forsetinn skipar þá í embætti og þingið þarf að samþykkja ráðhaginn. Finnska kerfið er því áhugaverð leið sem vert er fyrir okkur Íslendinga að skoða. Með henni myndum við strykja lýðræðið og koma á raunverulegri þrískiptingu valdsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun