Er botninn heppilegur áfangastaður? 27. ágúst 2010 06:45 Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaðagreina til að gleðja okkur landsmenn og freista þess að sannfæra okkur um mikinn árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar. Ástæða er til að gleðjast með ráðherranum yfir því sem jákvætt er eins og þeirri staðreynd að vextir hafa lækkað verulega, krónan hefur styrkst og hafnar eru viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um aðild Íslands. Nefnt er að atvinnuleysið er ekki eins mikið og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Það gleður ekki nægilega. Á meðan meira en 13 þúsund manns eru án atvinnu yfir hábjargræðistímann að sumri er ekki ástæða til að gleðjast. Þá má ekki gleyma þeim þúsundum sem hafa horfið af vinnumarkaði og flutt úr landi. Þar er bæði átt við Íslendinga sem hafa haldið til nágrannalandanna í atvinnuleit og einnig hefur brotthvarf útlendinga verið umtalsvert. Þá má ekki gleyma því að við þurfum að skapa um tvö þúsund ný störf hér á landi á ári næstu tíu árin og það gerist ekki af sjálfu sér. Því er grátlegt að horfa upp á ítrekaðar tafir og seinkanir vegna stórra fjárfestinga sem skapað gætu þúsundir starfa. Þá hafa ráðamenn fagnað því sérstaklega „að botninum sé náð“. Vissulega eru Íslendingar nú á botninum. En er það eftirsóknarvert? Er líklegt að við séum eitthvað á leið af botninum með núverandi atvinnustefnu, skattastefnu og fjárfestingarstefnu stjórnvalda? Svarið við því er nei. Því verður ekki trúað að botninn sé talinn áhugaverður áfangastaður til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaðagreina til að gleðja okkur landsmenn og freista þess að sannfæra okkur um mikinn árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar. Ástæða er til að gleðjast með ráðherranum yfir því sem jákvætt er eins og þeirri staðreynd að vextir hafa lækkað verulega, krónan hefur styrkst og hafnar eru viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um aðild Íslands. Nefnt er að atvinnuleysið er ekki eins mikið og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Það gleður ekki nægilega. Á meðan meira en 13 þúsund manns eru án atvinnu yfir hábjargræðistímann að sumri er ekki ástæða til að gleðjast. Þá má ekki gleyma þeim þúsundum sem hafa horfið af vinnumarkaði og flutt úr landi. Þar er bæði átt við Íslendinga sem hafa haldið til nágrannalandanna í atvinnuleit og einnig hefur brotthvarf útlendinga verið umtalsvert. Þá má ekki gleyma því að við þurfum að skapa um tvö þúsund ný störf hér á landi á ári næstu tíu árin og það gerist ekki af sjálfu sér. Því er grátlegt að horfa upp á ítrekaðar tafir og seinkanir vegna stórra fjárfestinga sem skapað gætu þúsundir starfa. Þá hafa ráðamenn fagnað því sérstaklega „að botninum sé náð“. Vissulega eru Íslendingar nú á botninum. En er það eftirsóknarvert? Er líklegt að við séum eitthvað á leið af botninum með núverandi atvinnustefnu, skattastefnu og fjárfestingarstefnu stjórnvalda? Svarið við því er nei. Því verður ekki trúað að botninn sé talinn áhugaverður áfangastaður til langframa.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar