Að dæma í eigin sök 18. febrúar 2010 06:00 Vigdís Erlendsdóttir skrifar um barnavernd. Það er aldrei trúverðugt þegar menn gerast dómarar í eigin sök. Sama máli gegnir um stofnanir. Þær geta hvorki dæmt í eigin málum né verið eftirlitsaðilar með sjálfum sér ef traust á að ríkja um starfsemi þeirra. Þetta sanna ótal sorgleg dæmi og eitt slíkt ætla ég að gera að umtalsefni hér. Þriðja febrúar sl. var maður sem starfað hafði á meðferðarheimili fyrir börn sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands-eystra fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem þar höfðu verið vistaðar. Ekki var ákært fyrir þriðju stúlkuna sem einnig hafði borið manninn sökum. Heimilið sem um ræðir lýtur yfirumsjón Barnaverndarstofu en meðferðarheimili landsins eru rekin á grundvelli þjónustusamninga við stofuna sem jafnframt hefur fjárhagslegt og faglegt eftirlit með þeim. Í fréttum um málið kom fram að maðurinn hafði áður verið sakaður um kynferðisbrot á meðferðarheimilinu en þá greindi stúlka frá því að hann hefði misnotað hana og aðra stúlku sem þar var vistuð. Maðurinn var þá leystur tímabundið frá störfum en hóf störf á öðru meðferðarheimili þegar rannsókn lögreglu leiddi ekki til ákæru. Þegar það heimili var lagt niður fór maðurinn aftur í sitt gamla starf. Í dómi héraðsdóms kemur fram að stúlkan sem fyrst bar fram ásakanir um kynferðisbrot af hendi mannsins gaf skýrslu um málið sama dag og hún útskrifaðist af meðferðarheimilinu. Hin stúlkan var enn vistuð á heimilinu og laut því umsjá vinnuveitanda mannsins og vinnufélaga þegar hún gaf skýrslu nokkrum dögum síðar. Neitaði hún við skýrslutöku að brotin hefðu átt sér stað. Tæpu ári síðar greindi hún fósturforeldrum sínum frá brotunum en þá höfðu henni borist upplýsingar um að þriðja telpan sem þá var vistuð á heimilinu sætti áreitni af hendi mannsins sem enn var þar starfandi. Fram kom fyrir dómi að stúlkunni hafi fundist þær væntingar standa til hennar er hún gaf skýrslu í fyrra skiptið að hún myndi ekki staðfesta frásögn stúlkunnar sem fyrst hafði greint frá brotunum. Í viðtali við DV þann 29. sept. 2009 segir forstjóri Barnaverndarstofu það meginreglu „að ef rannsókn leiði til ákæru [sé] mönnum sagt upp störfum þó sekt hafi ekki sannast“. Stofan geri jafnframt sínar eigin athuganir. „Það skiptir máli að það ríki traust um okkar starfsemi og börn njóti vafans. En með þessu erum við ekki að taka þá afstöðu að það dugi eitt og sér að barn beri á starfsmann háttsemi af þessu tagi. Það þurfa að vera ákveðin rök eða ákveðin málsatvik að mati stofnunarinnar sem leiða til slíkrar ákvörðunar.“ Ekki reyndust börnin njóta vafans í því máli sem hér er til umfjöllunar. Þá liggur mál stúlkunnar sem ekki var ákært fyrir óbætt hjá garði. Starfsmenn barnaverndarnefnda viðkomandi sveitarfélaga gerðu það sem þeim bar sem og lögregla sem rannsakaði og upplýsti málið. Framlag Barnaverndarstofu til lausnar málsins er hins vegar vandséð. Stofan leysti manninn tímabundið frá störfum, fékk honum svo starf á öðru meðferðarheimili og heimilaði honum að lokum að snúa aftur á sinn gamla vinnustað. Ekki var séð til þess að stúlkan sem gefa skyldi skýrslu í málinu yrði vistuð annars staðar meðan málið var í rannsókn. Þó hefði hverjum þeim sem hefur lágmarksþekkingu á þessum málaflokki mátt vera ljóst að vera hennar á vistheimilinu gæti dregið úr líkum á því að hún segði frá. Ætla má að ómarkviss viðbrögð Barnaverndarstofu í þessu máli skýrist af hinu tvöfalda hlutverki hennar sem veitandi þjónustu og eftirlitsaðili. Þá er tilraun Barnaverndarstofu til að búa sér til ytri mælikvarða á hvenær starfsmanni sem borinn hefur verið sökum sé treystandi til að vinna á meðferðarheimilum byggð á misskilningi. Ákvörðun um ákæru er ágætur mælikvarði á líkur á að sekt sannist fyrir dómi en afleitur mælikvarði á hvort manni sé treystandi fyrir börnum og ætti því ekki að hafa neitt vægi við slíkt mat. Enn og aftur hefur sannast sú brýna þörf sem félags- og tryggingamálaráðherra bendir á í yfirlýsingu frá 8. sept. 2009 vegna skýrslu vistheimilanefndar: „Það er óhjákvæmilegt að koma á algerlega sjálfstæðu eftirliti með velferðarþjónustu á vegum hins opinbera og skilja slíkt eftirlit með öllu frá þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvar og hvernig þjónusta er veitt, svo ekki sé minnst á þær stofnanir sem þjónustuna veita. Þannig styrkjum við eftirlitið og tryggjum algert hlutleysi þess.“ Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Vigdís Erlendsdóttir skrifar um barnavernd. Það er aldrei trúverðugt þegar menn gerast dómarar í eigin sök. Sama máli gegnir um stofnanir. Þær geta hvorki dæmt í eigin málum né verið eftirlitsaðilar með sjálfum sér ef traust á að ríkja um starfsemi þeirra. Þetta sanna ótal sorgleg dæmi og eitt slíkt ætla ég að gera að umtalsefni hér. Þriðja febrúar sl. var maður sem starfað hafði á meðferðarheimili fyrir börn sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands-eystra fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem þar höfðu verið vistaðar. Ekki var ákært fyrir þriðju stúlkuna sem einnig hafði borið manninn sökum. Heimilið sem um ræðir lýtur yfirumsjón Barnaverndarstofu en meðferðarheimili landsins eru rekin á grundvelli þjónustusamninga við stofuna sem jafnframt hefur fjárhagslegt og faglegt eftirlit með þeim. Í fréttum um málið kom fram að maðurinn hafði áður verið sakaður um kynferðisbrot á meðferðarheimilinu en þá greindi stúlka frá því að hann hefði misnotað hana og aðra stúlku sem þar var vistuð. Maðurinn var þá leystur tímabundið frá störfum en hóf störf á öðru meðferðarheimili þegar rannsókn lögreglu leiddi ekki til ákæru. Þegar það heimili var lagt niður fór maðurinn aftur í sitt gamla starf. Í dómi héraðsdóms kemur fram að stúlkan sem fyrst bar fram ásakanir um kynferðisbrot af hendi mannsins gaf skýrslu um málið sama dag og hún útskrifaðist af meðferðarheimilinu. Hin stúlkan var enn vistuð á heimilinu og laut því umsjá vinnuveitanda mannsins og vinnufélaga þegar hún gaf skýrslu nokkrum dögum síðar. Neitaði hún við skýrslutöku að brotin hefðu átt sér stað. Tæpu ári síðar greindi hún fósturforeldrum sínum frá brotunum en þá höfðu henni borist upplýsingar um að þriðja telpan sem þá var vistuð á heimilinu sætti áreitni af hendi mannsins sem enn var þar starfandi. Fram kom fyrir dómi að stúlkunni hafi fundist þær væntingar standa til hennar er hún gaf skýrslu í fyrra skiptið að hún myndi ekki staðfesta frásögn stúlkunnar sem fyrst hafði greint frá brotunum. Í viðtali við DV þann 29. sept. 2009 segir forstjóri Barnaverndarstofu það meginreglu „að ef rannsókn leiði til ákæru [sé] mönnum sagt upp störfum þó sekt hafi ekki sannast“. Stofan geri jafnframt sínar eigin athuganir. „Það skiptir máli að það ríki traust um okkar starfsemi og börn njóti vafans. En með þessu erum við ekki að taka þá afstöðu að það dugi eitt og sér að barn beri á starfsmann háttsemi af þessu tagi. Það þurfa að vera ákveðin rök eða ákveðin málsatvik að mati stofnunarinnar sem leiða til slíkrar ákvörðunar.“ Ekki reyndust börnin njóta vafans í því máli sem hér er til umfjöllunar. Þá liggur mál stúlkunnar sem ekki var ákært fyrir óbætt hjá garði. Starfsmenn barnaverndarnefnda viðkomandi sveitarfélaga gerðu það sem þeim bar sem og lögregla sem rannsakaði og upplýsti málið. Framlag Barnaverndarstofu til lausnar málsins er hins vegar vandséð. Stofan leysti manninn tímabundið frá störfum, fékk honum svo starf á öðru meðferðarheimili og heimilaði honum að lokum að snúa aftur á sinn gamla vinnustað. Ekki var séð til þess að stúlkan sem gefa skyldi skýrslu í málinu yrði vistuð annars staðar meðan málið var í rannsókn. Þó hefði hverjum þeim sem hefur lágmarksþekkingu á þessum málaflokki mátt vera ljóst að vera hennar á vistheimilinu gæti dregið úr líkum á því að hún segði frá. Ætla má að ómarkviss viðbrögð Barnaverndarstofu í þessu máli skýrist af hinu tvöfalda hlutverki hennar sem veitandi þjónustu og eftirlitsaðili. Þá er tilraun Barnaverndarstofu til að búa sér til ytri mælikvarða á hvenær starfsmanni sem borinn hefur verið sökum sé treystandi til að vinna á meðferðarheimilum byggð á misskilningi. Ákvörðun um ákæru er ágætur mælikvarði á líkur á að sekt sannist fyrir dómi en afleitur mælikvarði á hvort manni sé treystandi fyrir börnum og ætti því ekki að hafa neitt vægi við slíkt mat. Enn og aftur hefur sannast sú brýna þörf sem félags- og tryggingamálaráðherra bendir á í yfirlýsingu frá 8. sept. 2009 vegna skýrslu vistheimilanefndar: „Það er óhjákvæmilegt að koma á algerlega sjálfstæðu eftirliti með velferðarþjónustu á vegum hins opinbera og skilja slíkt eftirlit með öllu frá þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvar og hvernig þjónusta er veitt, svo ekki sé minnst á þær stofnanir sem þjónustuna veita. Þannig styrkjum við eftirlitið og tryggjum algert hlutleysi þess.“ Höfundur er sálfræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun