Fylgja stífum ástarreglum 2. mars 2010 03:00 ástfangin Söngkonan Nicole Scherzinger og Lewis Hamilton ætla að fylgja stífum reglum í ástarsambandi sínu.nordichotos/getty Þokkagyðjan Nicole Scherzinger og ökuþórinn Lewis Hamilton ætla að fylgja stífum reglum í ástarsambandi sínu. Þau byrjuðu aftur saman fyrir skömmu eftir að hafa hætt saman í janúar. Hinir fjölmörgu aðdáendur hinnar kynþokkafullu Nicole og hins smáa en knáa Lewis voru í sárum eftir tíðindin um að slitnað hefði upp úr tveggja ára sambandi þeirra, enda þykja þau sérlega krúttlegt par. Ástæðan sem þau gáfu fyrir sambandsslitunum var stíf dagskrá þeirra beggja og sögðust þau engan tíma hafa lengur hvort fyrir annað. Hin 31 árs Scherzinger er söngkona hinnar vinsælu stúlknasveitar Pussycat Dolls og hinn 25 ára Hamilton er einn færasti ökuþór heimsins í Formúlu 1-kappakstrinum. Núna hefur Nicole sett á blað fjöldann allan af reglum sem þau þurfa að fylgja eigi sambandið að ganga upp í framtíðinni. Hamilton virðist vera á sama máli og ætlar að reyna hvað hann getur til að fylgja reglunum eftir. „Ástæðan fyrir því að þau hættu saman var sú að þau eyddu eiginlega engum tíma saman. En hið mikilvæga er að þau hættu aldrei að vera ástfangin hvort af öðru,“ sagði vinkona Nicole. „Eftir að þau höfðu talað saman í miklum trúnaði og á hjartnæman hátt rétt fyrir Valentínusardag ákváðu þau að gefa sambandinu eitt tækifæri í viðbót,“ sagði vinkonan og bætti við: „Eftir að hafa lagt fram stífar reglur um sambandið var Nicole sammála því að það þyrfti meiri rómantík í sambandið. Þeim fannst einnig góð hugmynd að hætta að lesa sögur í slúðurblöðunum um hvort annað.“ Nýlega var uppi orðrómur um að brúðkaup væri hugsanlega í vændum eftir að Nicole sagði búðarkonu að hún þyrfti á brúðarkjól að halda á þessu ári. Hvort þessar fregnir séu á rökum reistar verður aftur á móti að liggja á milli hluta. Fyrst þurfa þau væntanlega að láta reyna enn betur á sambandið og gefa því smá tíma áður en þau ganga upp að altarinu. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Fleiri fréttir Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Sjá meira
Þokkagyðjan Nicole Scherzinger og ökuþórinn Lewis Hamilton ætla að fylgja stífum reglum í ástarsambandi sínu. Þau byrjuðu aftur saman fyrir skömmu eftir að hafa hætt saman í janúar. Hinir fjölmörgu aðdáendur hinnar kynþokkafullu Nicole og hins smáa en knáa Lewis voru í sárum eftir tíðindin um að slitnað hefði upp úr tveggja ára sambandi þeirra, enda þykja þau sérlega krúttlegt par. Ástæðan sem þau gáfu fyrir sambandsslitunum var stíf dagskrá þeirra beggja og sögðust þau engan tíma hafa lengur hvort fyrir annað. Hin 31 árs Scherzinger er söngkona hinnar vinsælu stúlknasveitar Pussycat Dolls og hinn 25 ára Hamilton er einn færasti ökuþór heimsins í Formúlu 1-kappakstrinum. Núna hefur Nicole sett á blað fjöldann allan af reglum sem þau þurfa að fylgja eigi sambandið að ganga upp í framtíðinni. Hamilton virðist vera á sama máli og ætlar að reyna hvað hann getur til að fylgja reglunum eftir. „Ástæðan fyrir því að þau hættu saman var sú að þau eyddu eiginlega engum tíma saman. En hið mikilvæga er að þau hættu aldrei að vera ástfangin hvort af öðru,“ sagði vinkona Nicole. „Eftir að þau höfðu talað saman í miklum trúnaði og á hjartnæman hátt rétt fyrir Valentínusardag ákváðu þau að gefa sambandinu eitt tækifæri í viðbót,“ sagði vinkonan og bætti við: „Eftir að hafa lagt fram stífar reglur um sambandið var Nicole sammála því að það þyrfti meiri rómantík í sambandið. Þeim fannst einnig góð hugmynd að hætta að lesa sögur í slúðurblöðunum um hvort annað.“ Nýlega var uppi orðrómur um að brúðkaup væri hugsanlega í vændum eftir að Nicole sagði búðarkonu að hún þyrfti á brúðarkjól að halda á þessu ári. Hvort þessar fregnir séu á rökum reistar verður aftur á móti að liggja á milli hluta. Fyrst þurfa þau væntanlega að láta reyna enn betur á sambandið og gefa því smá tíma áður en þau ganga upp að altarinu.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Fleiri fréttir Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Sjá meira