Lífið

Nylon-stelpurnar sluppu ómeiddar úr árekstri á hraðbraut

Tinni Sveinsson skrifar
„Ekki fríka út ... Það er í góðu lagi með okkur!“ skrifuðu stelpurnar á Facebook-síðu sína í gær.
„Ekki fríka út ... Það er í góðu lagi með okkur!“ skrifuðu stelpurnar á Facebook-síðu sína í gær.
„OMG, þið eigið ekki eftir að trúa því hvað gerðist í dag!" skrifuðu stelpurnar í The Charlies, áður Nylon, á Facebook-síðu sína í gær.

„Við vorum á hraðbrautinni að koma af fundi og á leiðinni á annan þegar einhver gaur kemur og klessir HARKALEGA á okkur þannig að við hentumst á bílinn á undan ... Ekki fríka út ... Það er í góðu lagi með okkur! Sem er reyndar ekki hægt að segja um hinn bílinn því hann kramdist saman eins og harmonikka," skrifuðu þær einnig.

Stelpurnar héldu utan í síðustu viku og er stefnan sett á tónlistarbransann í Kaliforníu. Þær settu aðra færslu inn seinna um daginn þar sem þær ítrekuðu að þær væru ómeiddar. Þær sögðu þetta bara annan kafla í ævintýrinu og að þær hefðu fengið fína mynd af sér með vegalögreglunni.

Hér má heyra Ívar Guðmunds á Bylgjunni spjalla við stelpurnar áður en þær fóru út.


Tengdar fréttir

Klara Elias, Alma Goodman og Camilla Stones flytja til LA

„Við getum ekki beðið. Við krossum allt sem hægt er að krossa til að eldgosið fari ekki að spúa í vitlausar áttir,“ segir Steinunn Camilla í hljómsveitinni The Charlies, sem áður hét Nylon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.