Frakkar treysta Íslendingum 16. febrúar 2010 06:00 Friðrik Rafnsson skrifar um orðstír Íslands Enda þótt afmörkuð stétt manna hafi stundað þá fjárglæfrastarfsemi sem hér var látin viðgangast í nafni viðskiptafrelsis undanfarin ár, með afleiðingum sem allir þekkja, hefur sjálfsmynd hins venjulega Íslendings laskast verulega. Það er hins vegar hreinn óþarfi og gerir bara illt verra.SjálfspíningTónninn í fólki hefur undanfarna mánuði einkennst af undarlegri sektarkennd. Við afneituninni í upphafi hefur tekið ofurvirk sektarkennd sem stundum minnir á sjálfspíningu eins og þá sem stunduð er á Filippseyjum á páskum, eins og erlend vinkona mín benti á. Eða yfirgengileg fyrirgefningarþörf sem m.a. hefur birst í því að leyfa einum helsta höfuðpaurnum að eiga eitt stykki íslenskt skipafélag. Það er eins og þjóðin hafi sveiflast úr oflæti í þunglyndi, áður hafi hún verið þjóða æðislegust en sé nú sú ömurlegasta. Getur ekki verið að raunveruleikinn sé einhvers staðar þar á milli? Vörumst alhæfingarÞví hefur verið haldið mjög að Íslendingum að litið sé á þá sem braskara erlendis. Það kann vel að vera að svo sé í Hollandi og Bretlandi, og ef til vill Danmörku, vegna einkasvikamyllunnar Icesave sem nú virðist eiga að breyta í opinberar skuldir. Það litla sem ég þekki til þar meðal almennra borgara er hins vegar að almenningur greini vel milli Íslendinga almennt og þeirra fjárglæframanna sem settu allt á annan endann hér. Rétt eins og þegar við hugsum til Ítala. Þótt mafíustarfsemi og spilling sé landlæg þar dettur engum heilvita manni í hug að stimpla alla Ítali, þetta yndislega fólk, sem mafíósa. Hér hefur verið talað um að „við" höfum gert þetta og hitt, þegar það var þröngur hópur sem skaraði eld að eigin köku með ýmsum mislöglegum hætti eins og þær rannsóknir sem nú er unnið að eiga vonandi eftir að leiða í ljós. Íslendingar njóta trausts í FrakklandiUndanfarna sjö mánuði hef ég verið með annan fótinn í Frakklandi vegna viðskipta og ýmiskonar menningarsamstarfs. Í þessum ferðum hef ég hitt fjölda manns úr ýmsum starfsgreinum, bæði úr opinbera geiranum og viðskiptalífinu, hátt setta menn og lægra setta, víða í Frakklandi. Ég hef með öðrum orðum hitt og átt samskipti við það sem mætti kalla einhvers konar þversnið frönsku þjóðarinnar. Alls staðar hefur mér og þeim Íslendingum sem með mér hafa verið í för verið tekið opnum örmum, menn hafa greitt götu okkar, opnað dyr og komið á samböndum, oft algerlega að eigin frumkvæði. Ekki hefur vottað fyrir tortryggni eða efasemdum í okkar garð sem Íslendinga. Þvert á móti hefur þjóðernið verið okkur til framdráttar og litið á okkur sem framsækna, tæknivædda menningarþjóð sem býr í undralandi sem alla dreymir um að fara til.Einu spurningarnar varðandi efnahagshrunið hafa eðli málsins samkvæmt komið frá bankamönnum, en það hefur þá frekar verið faglegur áhugi og forvitni sem í mesta lagi hefur birst í spurningunni: „Hvers vegna var þetta látið viðgangast? Hvernig gengur ykkur að koma lögum yfir þessa menn?"Síðan hafa þeir vikið talinu að öðru og stundum greinilega hálf skammast sín fyrir að tilheyra sömu stétt og hinir meintu íslensku fjármálasnillingar, svikamyllustjórarnir.Víkkum sjóndeildarhringinnÁstæða þess að við njótum þessa góða orðspors í Frakklandi þrátt fyrir allt er meðal annars sú að íslensku fjárglæframennirnir stunduðu ekki iðju sínar þar nema að litlu leyti (Landsbankinn var með lítilsháttar starfsemi) og náðu ekki að eitra jafn mikið út frá sér eins og í Bretlandi og Hollandi. Því er mikilvægt nú þegar endurreisnarstarf er framundan að víkka sjóndeildarhringinn og horfa víðar en gert hefur verið. Frakkland og allur frönskumælandi heimurinn (Frakkland, hluti Belgíu, Sviss, Kanada, Norður-Afríka, o.s.frv.) er því sem næst óplægður akur fyrir íslensk fyrirtæki. Við eigum fjöldann allan af ágætlega menntuðu fólki sem bæði talar og skrifar frönsku og fjölmarga hollvini í þessum löndum. Tækifærin eru því óteljandi. Grípum þau. Höfundur er verkefnisstjóri og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Friðrik Rafnsson skrifar um orðstír Íslands Enda þótt afmörkuð stétt manna hafi stundað þá fjárglæfrastarfsemi sem hér var látin viðgangast í nafni viðskiptafrelsis undanfarin ár, með afleiðingum sem allir þekkja, hefur sjálfsmynd hins venjulega Íslendings laskast verulega. Það er hins vegar hreinn óþarfi og gerir bara illt verra.SjálfspíningTónninn í fólki hefur undanfarna mánuði einkennst af undarlegri sektarkennd. Við afneituninni í upphafi hefur tekið ofurvirk sektarkennd sem stundum minnir á sjálfspíningu eins og þá sem stunduð er á Filippseyjum á páskum, eins og erlend vinkona mín benti á. Eða yfirgengileg fyrirgefningarþörf sem m.a. hefur birst í því að leyfa einum helsta höfuðpaurnum að eiga eitt stykki íslenskt skipafélag. Það er eins og þjóðin hafi sveiflast úr oflæti í þunglyndi, áður hafi hún verið þjóða æðislegust en sé nú sú ömurlegasta. Getur ekki verið að raunveruleikinn sé einhvers staðar þar á milli? Vörumst alhæfingarÞví hefur verið haldið mjög að Íslendingum að litið sé á þá sem braskara erlendis. Það kann vel að vera að svo sé í Hollandi og Bretlandi, og ef til vill Danmörku, vegna einkasvikamyllunnar Icesave sem nú virðist eiga að breyta í opinberar skuldir. Það litla sem ég þekki til þar meðal almennra borgara er hins vegar að almenningur greini vel milli Íslendinga almennt og þeirra fjárglæframanna sem settu allt á annan endann hér. Rétt eins og þegar við hugsum til Ítala. Þótt mafíustarfsemi og spilling sé landlæg þar dettur engum heilvita manni í hug að stimpla alla Ítali, þetta yndislega fólk, sem mafíósa. Hér hefur verið talað um að „við" höfum gert þetta og hitt, þegar það var þröngur hópur sem skaraði eld að eigin köku með ýmsum mislöglegum hætti eins og þær rannsóknir sem nú er unnið að eiga vonandi eftir að leiða í ljós. Íslendingar njóta trausts í FrakklandiUndanfarna sjö mánuði hef ég verið með annan fótinn í Frakklandi vegna viðskipta og ýmiskonar menningarsamstarfs. Í þessum ferðum hef ég hitt fjölda manns úr ýmsum starfsgreinum, bæði úr opinbera geiranum og viðskiptalífinu, hátt setta menn og lægra setta, víða í Frakklandi. Ég hef með öðrum orðum hitt og átt samskipti við það sem mætti kalla einhvers konar þversnið frönsku þjóðarinnar. Alls staðar hefur mér og þeim Íslendingum sem með mér hafa verið í för verið tekið opnum örmum, menn hafa greitt götu okkar, opnað dyr og komið á samböndum, oft algerlega að eigin frumkvæði. Ekki hefur vottað fyrir tortryggni eða efasemdum í okkar garð sem Íslendinga. Þvert á móti hefur þjóðernið verið okkur til framdráttar og litið á okkur sem framsækna, tæknivædda menningarþjóð sem býr í undralandi sem alla dreymir um að fara til.Einu spurningarnar varðandi efnahagshrunið hafa eðli málsins samkvæmt komið frá bankamönnum, en það hefur þá frekar verið faglegur áhugi og forvitni sem í mesta lagi hefur birst í spurningunni: „Hvers vegna var þetta látið viðgangast? Hvernig gengur ykkur að koma lögum yfir þessa menn?"Síðan hafa þeir vikið talinu að öðru og stundum greinilega hálf skammast sín fyrir að tilheyra sömu stétt og hinir meintu íslensku fjármálasnillingar, svikamyllustjórarnir.Víkkum sjóndeildarhringinnÁstæða þess að við njótum þessa góða orðspors í Frakklandi þrátt fyrir allt er meðal annars sú að íslensku fjárglæframennirnir stunduðu ekki iðju sínar þar nema að litlu leyti (Landsbankinn var með lítilsháttar starfsemi) og náðu ekki að eitra jafn mikið út frá sér eins og í Bretlandi og Hollandi. Því er mikilvægt nú þegar endurreisnarstarf er framundan að víkka sjóndeildarhringinn og horfa víðar en gert hefur verið. Frakkland og allur frönskumælandi heimurinn (Frakkland, hluti Belgíu, Sviss, Kanada, Norður-Afríka, o.s.frv.) er því sem næst óplægður akur fyrir íslensk fyrirtæki. Við eigum fjöldann allan af ágætlega menntuðu fólki sem bæði talar og skrifar frönsku og fjölmarga hollvini í þessum löndum. Tækifærin eru því óteljandi. Grípum þau. Höfundur er verkefnisstjóri og þýðandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun