Lífið

Hafnfirðingar halda U2-messu

Bono boðar fagnaðarerindið.
Bono boðar fagnaðarerindið.
Hugsjónamennirnir í hljómsveitinni U2 og barátta þeirra gegn fátækt og óréttlæti eru innblástur sérstakrar U2-messu sem verður haldin í Haukaheimilinu í Hafnarfirði klukkan 20 á fimmtudag.

Prestar og kór Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði frumflytja þá sérstaka U2-messu til að lýsa samstöðu með þeim sem þjást á Íslandi. Regína Ósk og Svenni Þór verða gestasöngvarar og verða einungis lög eftir U2 leikin. Messan er samstarfsverkefni kirkjunnar og Knattspyrnufélagsins Hauka.

Þetta á vel við þar sem þeir sem þekkja til tónleika U2 segja Bono iðulega predika yfir áhorfendum í allt að 20 mínútur og aðrir hljómsveitarmeðlimir fara á meðan af sviðinu. Í hlutverki Bono verður séra Kjartan Jónsson en hann ætlar að vísu aðeins að boða fagnaðarerindið í fimm mínútur. Tónlistinni verður annars leyft að tala.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.