Erlent

Telur rétt að viðurkenna Palestínuríki

Javier Solana Telur nauðsynlegt að beita Ísrael auknum þrýstingi.
Nordicphotos/AFP
Javier Solana Telur nauðsynlegt að beita Ísrael auknum þrýstingi. Nordicphotos/AFP

Javier Solana, utanríkis­málafulltrúi Evrópusambandsins, segir að Sameinuðu þjóðirnar ættu að gefa út einhliða viðurkenningu á sjálfstæðu ríki Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gasa, ef samningaviðræður Ísraela og Palestínumanna renna út í sandinn eina ferðina enn.

Solana sagði þetta í ræðu í London nú um síðustu helgi, og vill með þessu auka þrýsting á Ísraela.

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, gaf lítið fyrir þessi ummæli.

Solana sagði að milligöngumenn, sem eru að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn aftur að samningaborðinu, ættu að setja þeim lokafrest.

Hann sagði að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti síðan lýst yfir stuðningi við tveggja ríkja lausn og bjóða Palestínuríki velkomið sem fullgilt aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum ef viðræður skila engu.

Christina Gallach, talskona Solana, sagði yfirlýsingu hans ekki tákna stefnubreytingu af hálfu Evrópusambandsins, heldur væri þetta hans persónulega afstaða.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×