Týndi áratugurinn 30. desember 2009 06:00 Útreikningar talnaglöggra hagfræðinga sýna að eftir bankahrunið hafi efnahagur Íslands færst aftur um áratug eða svo. Í efnahagslegu tilliti höfum við semsé glatað heilum áratug. Og meiru til raunar því nú skuldum við svo miklu meira en áður. Við lok fyrsta áratugar nýrrar þúsaldar, eftir kerfishrunið sem varð í fyrrahaust, getur því verið sársaukafullt að horfa í baksýnisspegilinn. Fyrir vegferðina fram á við er það hins vegar nauðsynlegt. Í upphafi aldarinnar virtust okkur Íslendingum allir vegir færir. Við fórum létt með að hrista af okkur eftirhreytur netbólunnar sem sprakk eins og hver önnur sápukúla og hófum að klífa upp á efstu tinda í alþjóðavæddum fyrirtækjarekstri. Með aðstoð nánast ókeypis lánsfjár gleyptu nýeinkavæddir bankarnir hvert alþjóðlega stórfyrirtækið á fætur öðru og kornungir útrásardrengir vopnaðir nýslegnu viðskiptafræðiprófi og gloppóttri barnaskólaensku settust í stjórnir rótgróinna erlendra félaga. Talað var um nýtt hagkerfi þar sem lögmál þess gamla giltu ekki lengur. Hver skuldsetta yfirtakan á fætur annarri var klöppuð upp sem viðskipti ársins: Magasin du Nord, Illum, Nyhedsavisen, Debenhams, House of Frasier, Heritable bank, FIH-Erhvervsbank, Singer&Friedlander. Flest okkar hrifust með. Að beiðni djarfhuga viðskiptamanna nútímans afnámu stjórnvöld svo gamaldags reglur og glansblöðin bjuggu til stjörnur úr skuldakóngunum. Árið 2006 lagði Viðskiptaráð til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin „enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“. Í ímyndarskýrslu forsætisráðuneytisins frá því í mars 2008 var fjallað um sérstaka eðliseiginleika „sem aðgreinir Íslendinga frá öðrum þjóðum“ og gerðu þeim kleift að skara frammúr á alþjóðavettvangi: „Mikilvægt er að tryggja að Ísland verði áfram „best í heimi“,“ sögðu skýrsluhöfundar í feitletraðri samantekt. Náttúruval á sögueyjunniMáttarstólpar samfélagsins klöppuðu flestallir sama stein. Í ræðu í London árið 2005 leitaðist sjálfur forsetinn við að skýra út fyrir útlendingum eðlislæg sérkenni íslensku útrásarvíkinganna sem vegna einstaks náttúruvals á sögueyjunni myndu nánast óhjákvæmilega sigra heiminn. Við blasir kenning um að á Íslandi hafi orðið til algjörlega sérstök þjóð með einstaka eðlislæga hæfileika sem hafi alla burði til forystu í heiminum. En að hún hafi lengst af verið takmörkuð af einangrun sinni og fámenni. Svo þegar hömlurnar hurfu með aukinni hnattvæðingu og opnun fjármálamarkaða hafi þjóðin sprungið út og blómstrað. Hér var semsé komin fram einhvers konar eðlislæg skýring á risi íslenska efnahagsundursins og því haldið fram í fúlustu alvöru að sökum náttúruvals yrðu Íslendingar í forystu í alþjóðlegum fyrirtækjarekstri. Í ræðu í Los Angeles árið 2000 gekk forsetinn jafnvel svo langt að bjóða Bandaríkjamönnum að taka þátt í þessari nánast óumflýjanlegu vegferð Íslendinga, annars myndu þeir sitja eftir með sárt ennið við upphaf nýrrar þúsaldar. Mér er að vísu til efs að allur almenningur hafi endilega gengið með þessar grillur í kollinum en rannsóknir sýna að þegar kemur að umræðu um tengslin við önnur lönd hafa íslenskir stjórnmálamenn einhverra hluta vegna hamrað á hugmyndinni um óvéfengjanlega sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Sitt hvor hlið á sama pening @Megin-Ol Idag 8,3p :Þegar skýjaborg útrásarhagkerfisins hrundi svo yfir okkur í fyrrahaust kom smám saman fram önnur hugmynd meðal sumra afla í samfélaginu. Nú vorum við ekki lengur að sigra heiminn heldur allt í einu orðin f Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Útreikningar talnaglöggra hagfræðinga sýna að eftir bankahrunið hafi efnahagur Íslands færst aftur um áratug eða svo. Í efnahagslegu tilliti höfum við semsé glatað heilum áratug. Og meiru til raunar því nú skuldum við svo miklu meira en áður. Við lok fyrsta áratugar nýrrar þúsaldar, eftir kerfishrunið sem varð í fyrrahaust, getur því verið sársaukafullt að horfa í baksýnisspegilinn. Fyrir vegferðina fram á við er það hins vegar nauðsynlegt. Í upphafi aldarinnar virtust okkur Íslendingum allir vegir færir. Við fórum létt með að hrista af okkur eftirhreytur netbólunnar sem sprakk eins og hver önnur sápukúla og hófum að klífa upp á efstu tinda í alþjóðavæddum fyrirtækjarekstri. Með aðstoð nánast ókeypis lánsfjár gleyptu nýeinkavæddir bankarnir hvert alþjóðlega stórfyrirtækið á fætur öðru og kornungir útrásardrengir vopnaðir nýslegnu viðskiptafræðiprófi og gloppóttri barnaskólaensku settust í stjórnir rótgróinna erlendra félaga. Talað var um nýtt hagkerfi þar sem lögmál þess gamla giltu ekki lengur. Hver skuldsetta yfirtakan á fætur annarri var klöppuð upp sem viðskipti ársins: Magasin du Nord, Illum, Nyhedsavisen, Debenhams, House of Frasier, Heritable bank, FIH-Erhvervsbank, Singer&Friedlander. Flest okkar hrifust með. Að beiðni djarfhuga viðskiptamanna nútímans afnámu stjórnvöld svo gamaldags reglur og glansblöðin bjuggu til stjörnur úr skuldakóngunum. Árið 2006 lagði Viðskiptaráð til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin „enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum“. Í ímyndarskýrslu forsætisráðuneytisins frá því í mars 2008 var fjallað um sérstaka eðliseiginleika „sem aðgreinir Íslendinga frá öðrum þjóðum“ og gerðu þeim kleift að skara frammúr á alþjóðavettvangi: „Mikilvægt er að tryggja að Ísland verði áfram „best í heimi“,“ sögðu skýrsluhöfundar í feitletraðri samantekt. Náttúruval á sögueyjunniMáttarstólpar samfélagsins klöppuðu flestallir sama stein. Í ræðu í London árið 2005 leitaðist sjálfur forsetinn við að skýra út fyrir útlendingum eðlislæg sérkenni íslensku útrásarvíkinganna sem vegna einstaks náttúruvals á sögueyjunni myndu nánast óhjákvæmilega sigra heiminn. Við blasir kenning um að á Íslandi hafi orðið til algjörlega sérstök þjóð með einstaka eðlislæga hæfileika sem hafi alla burði til forystu í heiminum. En að hún hafi lengst af verið takmörkuð af einangrun sinni og fámenni. Svo þegar hömlurnar hurfu með aukinni hnattvæðingu og opnun fjármálamarkaða hafi þjóðin sprungið út og blómstrað. Hér var semsé komin fram einhvers konar eðlislæg skýring á risi íslenska efnahagsundursins og því haldið fram í fúlustu alvöru að sökum náttúruvals yrðu Íslendingar í forystu í alþjóðlegum fyrirtækjarekstri. Í ræðu í Los Angeles árið 2000 gekk forsetinn jafnvel svo langt að bjóða Bandaríkjamönnum að taka þátt í þessari nánast óumflýjanlegu vegferð Íslendinga, annars myndu þeir sitja eftir með sárt ennið við upphaf nýrrar þúsaldar. Mér er að vísu til efs að allur almenningur hafi endilega gengið með þessar grillur í kollinum en rannsóknir sýna að þegar kemur að umræðu um tengslin við önnur lönd hafa íslenskir stjórnmálamenn einhverra hluta vegna hamrað á hugmyndinni um óvéfengjanlega sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Sitt hvor hlið á sama pening @Megin-Ol Idag 8,3p :Þegar skýjaborg útrásarhagkerfisins hrundi svo yfir okkur í fyrrahaust kom smám saman fram önnur hugmynd meðal sumra afla í samfélaginu. Nú vorum við ekki lengur að sigra heiminn heldur allt í einu orðin f
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar