Innlent

Stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar

Gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er langstærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi frá upphafi. Næst stærsta gjaldþrot einstaklings hér á landi var gjaldþrot Magnúsar Þorsteinssonar sem var náinn viðskiptafélagi Björgólfsfeðganna.

Hans gjaldþrot nam 930 milljónum króna. Það er hundrað fallt minna gjaldþrot en blasir nú við Björgólfi.

Bú Magnúsar var tekið til gjaldþrotskipta í vor þegar Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota. Ástæðan var eignarhaldsfélagið BOM en Magnús var í persónulegum ábyrgðum fyrir félagið fyrir 930 milljónum. Lánið var í heild sinni 1,2 milljarður.

Þegar málið var þingfest á Akureyri fyrr á árinu var Magnús skráður til heimilis á Akureyri. Þegar niðurstaða féll í málinu var hann með lögheimili í Rússlandi.

Það var Straumur Burðaráss sem gekk svo harkalega að Magnúsi en viðskiptafélagi hans og sonur Björgólfs, Björgólfur Thor, var aðaleigandi Straums.

Bankinn er nú farinn í þrot og er stjórnað af skilanefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×