Erlent

Frumskóginum í Calais lokað

Óli Tynes skrifar
Frá flóttamannabúðunum í Calais.
Frá flóttamannabúðunum í Calais. Mynd/AP

Frakkar hafa tilkynnt að þeir ætli að loka flóttamannabúðum í hafnarborginni Calais á norðurströnd landsins. Þar búa um 1500 flóttamenn víðsvegar að úr heiminum.

Þeir bíða þarna í von um að komast til Bretlands. Ermarsundsgöngin koma upp í Calais og Bretar eru orðnir nokkuð þreyttir á að fólk úr búðunum reyni að smygla sér undir sundið með lestum eða flutningabílum.

Í Calais eru þessar búðir þekktar undir nafninum frumskógurinn enda ríkir þar frumskógarlögmál. Bresk blaðakona fór þangað í sumar til þess að taka viðtöl við flóttamennina. Á hana var ráðist og henni hópnauðgað klukkustundum saman.

Frönsk yfirvöld segja að flóttamönnunum verði gefinn kostur á að sækja um hæli í Frakklandi eða verða sendir aftur til síns heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×