Innlent

Gæslan aðstoðar skipverja á hollensku skipi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Hollenskt skip, sem er rétt sunnan við Ísland, hefur óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni vegna skipverja sem fékk botnlangakast. Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Landhelgisgæslunni, stefnir skipið nú hraðbyr að Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir að þyrla Landhelgisgæslunnar sæki manninn í kvöld og fljúgi með hann á sjúkrahús í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×