Enski boltinn

City lagði botnlið West Brom

AFP

Robinho skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester City síðan 28. desember í fyrra þegar liðið vann 4-2 sigur á West Brom í ensku úrvalsdeildinni.

Robinho og Nedum Onuoha komu City í 2-0 í leiknum en Chris Brunt jafnaði metin í 2-2 fyrir West Brom með mörkum sitt hvoru megin hálfleiks. Elano kom City í 3-2 með marki úr vítaspyrnu á 56. mínútu og það var svo Daniel Sturridge sem ísaði leikinn í lokin.

West Brom situr sem fyrr á botni deildarinnar og er níu stigum frá öruggu sæti þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Ekkert annað en fall blasir því við liðinu eftir eitt ár í efstu deild. City er í 10. sæti deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×