Lífið

Stöð 2 með 12 af 17 helstu Emmy-verðlaunum

Neil Patrick Harris fór á kostum.
Neil Patrick Harris fór á kostum.

Þættir Stöðvar 2 hlutu langflest Emmy-verðlaun samanborið við þætti keppinautanna hér á landi. Þættir Stöðvar 2 hlutu alls 12 af 17 helstu verðlaunum sem veitt voru á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær.

Þar ber helst að nefna að MAD MEN var valinn besti þátturinn annað árið í röð, rétt eins og þau Glenn Close úr DAMAGES og Bryan Cranston úr BREAKING BAD fengu verðlaun sem bestu leikarar í aðalhlutverki dramaþáttar annað árið í röð.

Þá hlaut Cherry Jones sem fór á kostum í síðustu seríu af 24 í hlutverki forseta Bandaríkjanna verðskuldað verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki dramaþáttar. Allir eru þættirnir fjórir sýndir á Stöð 2. Sýningar á BREAKING BAD hefjast í vetur, önnur þáttaröð af MAD MEN hefst í október og 24 og DAMAGES snýr aftur í upphafi næsta árs.

Jon Crier sem skemmtir áskrifendum Stöðvar 2 alla virka daga og í glænýjum þáttum á þriðjudögum með snilldartöktum sínum í gamanþáttunum vinsælu TWO AND A HALF MEN hlaut verðlaun sem besti aukaleikari í gamanþætti. Kristin Chenoweth úr PUSHING DAISIES vann óvæntan sigur í flokki leikkvenna í aukahlutverki gamanþátta en þess má geta að önnur þáttaröð og sú síðasta af PUSHING DAISIES verður sýnd í vetur á Stöð 2.

AMAZING RACE hélt áfram að skjóta öllum öðrum raunveruleikaþáttum ref fyrir rass með því að sigra sjöunda árið í röð - afrek sem seint verður bætt í flokki raunveruleikaþátta. Ný sería af AMAZING RACE hefst á Stöð 2 uppúr áramótum.

Besta sjónvarpsmyndin var valin GREY GARDENS frá HBO en hún verður hluti af vetrardagskrá Stöðvar 2. Myndin hlaut flest verðlaun allra sjónvarpsmynda, þar á meðal hlaut Óskarsverðlaunaleikkonan Jessica Lange verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki sjónvarpsmyndar eða míní-seríu. Besti aðalleikari í sjónvarpsmynd var valinn írski leikarinn Brendan Gleeson fyrir túlkun hans á Winston Churchill í HBO-myndinni INTO THE STORM, sem einnig verður sýnd á Stöð 2 í vetur.

THE DAILY SHOW WITH JON STEWART var valinn besti spjall- og/eða grínþátturinn en stefnt er á að hefja á ný sýningar á honum innan tíðar á Stöð 2.

Þess má að lokum geta að kynnir hátíðarinnar var spéfuglinn Neil Patrick Harris, sem leikur Barney í HOW I MET YOUR MOTHER, og þótti fara á kostum, einkum í upphafsatriðinu, sem sjá má hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.