Stöð 2 með 12 af 17 helstu Emmy-verðlaunum 21. september 2009 15:34 Neil Patrick Harris fór á kostum. Þættir Stöðvar 2 hlutu langflest Emmy-verðlaun samanborið við þætti keppinautanna hér á landi. Þættir Stöðvar 2 hlutu alls 12 af 17 helstu verðlaunum sem veitt voru á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Þar ber helst að nefna að MAD MEN var valinn besti þátturinn annað árið í röð, rétt eins og þau Glenn Close úr DAMAGES og Bryan Cranston úr BREAKING BAD fengu verðlaun sem bestu leikarar í aðalhlutverki dramaþáttar annað árið í röð. Þá hlaut Cherry Jones sem fór á kostum í síðustu seríu af 24 í hlutverki forseta Bandaríkjanna verðskuldað verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki dramaþáttar. Allir eru þættirnir fjórir sýndir á Stöð 2. Sýningar á BREAKING BAD hefjast í vetur, önnur þáttaröð af MAD MEN hefst í október og 24 og DAMAGES snýr aftur í upphafi næsta árs. Jon Crier sem skemmtir áskrifendum Stöðvar 2 alla virka daga og í glænýjum þáttum á þriðjudögum með snilldartöktum sínum í gamanþáttunum vinsælu TWO AND A HALF MEN hlaut verðlaun sem besti aukaleikari í gamanþætti. Kristin Chenoweth úr PUSHING DAISIES vann óvæntan sigur í flokki leikkvenna í aukahlutverki gamanþátta en þess má geta að önnur þáttaröð og sú síðasta af PUSHING DAISIES verður sýnd í vetur á Stöð 2. AMAZING RACE hélt áfram að skjóta öllum öðrum raunveruleikaþáttum ref fyrir rass með því að sigra sjöunda árið í röð - afrek sem seint verður bætt í flokki raunveruleikaþátta. Ný sería af AMAZING RACE hefst á Stöð 2 uppúr áramótum. Besta sjónvarpsmyndin var valin GREY GARDENS frá HBO en hún verður hluti af vetrardagskrá Stöðvar 2. Myndin hlaut flest verðlaun allra sjónvarpsmynda, þar á meðal hlaut Óskarsverðlaunaleikkonan Jessica Lange verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki sjónvarpsmyndar eða míní-seríu. Besti aðalleikari í sjónvarpsmynd var valinn írski leikarinn Brendan Gleeson fyrir túlkun hans á Winston Churchill í HBO-myndinni INTO THE STORM, sem einnig verður sýnd á Stöð 2 í vetur. THE DAILY SHOW WITH JON STEWART var valinn besti spjall- og/eða grínþátturinn en stefnt er á að hefja á ný sýningar á honum innan tíðar á Stöð 2. Þess má að lokum geta að kynnir hátíðarinnar var spéfuglinn Neil Patrick Harris, sem leikur Barney í HOW I MET YOUR MOTHER, og þótti fara á kostum, einkum í upphafsatriðinu, sem sjá má hér. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Þættir Stöðvar 2 hlutu langflest Emmy-verðlaun samanborið við þætti keppinautanna hér á landi. Þættir Stöðvar 2 hlutu alls 12 af 17 helstu verðlaunum sem veitt voru á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Þar ber helst að nefna að MAD MEN var valinn besti þátturinn annað árið í röð, rétt eins og þau Glenn Close úr DAMAGES og Bryan Cranston úr BREAKING BAD fengu verðlaun sem bestu leikarar í aðalhlutverki dramaþáttar annað árið í röð. Þá hlaut Cherry Jones sem fór á kostum í síðustu seríu af 24 í hlutverki forseta Bandaríkjanna verðskuldað verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki dramaþáttar. Allir eru þættirnir fjórir sýndir á Stöð 2. Sýningar á BREAKING BAD hefjast í vetur, önnur þáttaröð af MAD MEN hefst í október og 24 og DAMAGES snýr aftur í upphafi næsta árs. Jon Crier sem skemmtir áskrifendum Stöðvar 2 alla virka daga og í glænýjum þáttum á þriðjudögum með snilldartöktum sínum í gamanþáttunum vinsælu TWO AND A HALF MEN hlaut verðlaun sem besti aukaleikari í gamanþætti. Kristin Chenoweth úr PUSHING DAISIES vann óvæntan sigur í flokki leikkvenna í aukahlutverki gamanþátta en þess má geta að önnur þáttaröð og sú síðasta af PUSHING DAISIES verður sýnd í vetur á Stöð 2. AMAZING RACE hélt áfram að skjóta öllum öðrum raunveruleikaþáttum ref fyrir rass með því að sigra sjöunda árið í röð - afrek sem seint verður bætt í flokki raunveruleikaþátta. Ný sería af AMAZING RACE hefst á Stöð 2 uppúr áramótum. Besta sjónvarpsmyndin var valin GREY GARDENS frá HBO en hún verður hluti af vetrardagskrá Stöðvar 2. Myndin hlaut flest verðlaun allra sjónvarpsmynda, þar á meðal hlaut Óskarsverðlaunaleikkonan Jessica Lange verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki sjónvarpsmyndar eða míní-seríu. Besti aðalleikari í sjónvarpsmynd var valinn írski leikarinn Brendan Gleeson fyrir túlkun hans á Winston Churchill í HBO-myndinni INTO THE STORM, sem einnig verður sýnd á Stöð 2 í vetur. THE DAILY SHOW WITH JON STEWART var valinn besti spjall- og/eða grínþátturinn en stefnt er á að hefja á ný sýningar á honum innan tíðar á Stöð 2. Þess má að lokum geta að kynnir hátíðarinnar var spéfuglinn Neil Patrick Harris, sem leikur Barney í HOW I MET YOUR MOTHER, og þótti fara á kostum, einkum í upphafsatriðinu, sem sjá má hér.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira