Erlent

Ungir drengir handteknir vegna hatursglæpa

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Loftmynd af miðbæ Belfast.
Loftmynd af miðbæ Belfast.

Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við óhuggulegar árásir á heimili sígauna í borginni Belfast á Norður Írlandi í síðustu viku. Drengirnir verða kærðir fyrir óspektir og ógnandi hegðun.

Drengirnir eru aðeins 15 og 16 ára gamlir. Þeir munu koma fyrir dómara á morgun.

Alls var ráðist á heimili 113 sígauna í árásunum, rúðurnar í gluggum húsa þeirra brotnar og þeim ógnað. Flestir þeirra eru staddir á Norður Írlandi vegna vinnu.

Fólkið hefur dvalist í kirkju síðan árásirnar áttu sér stað.

Þingmenn í landinu hafa fordæmt árásirnar og harma þá fjölgun hatursglæpa sem þar hefur átt sér stað í landinu undanfarið hálft ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×