Ellilífeyrir Helgi K. Hjálmsson skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Ellilífeyrisþegar munu lengi minnast 1. júlí 2009. Þá vann núverandi ríkisstjórn eitt mesta óþurftarverk varðandi þann hóp borgara þessa lands, sem með hörðum höndum og ósérhlífni byggði það upp. Þann dag tóku gildi lög, sem tekjutengdu svokallaðan grunnlífeyri ásamt ýmsum öðrum skerðingum á áunnum kjarabótum til handa ellilífeyrisþegum. Landssamband eldri borgara mótmælti harðlega væntanlegum skerðingum og síðan eftir að skerðingarnar tóku gildi var enn og aftur mótmælt og þess krafist að þessar aðgerðir yrðu tafarlaust dregnar til baka. Meðal annars í opnu bréfi til félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar. Ellilaun mikils þorra eldri borgara voru þarna skert nánast fyrirvaralaust. Með þessum aðgerðum er verið að taka til baka (stela) réttmætum ellilífeyri, sem lagður hafði verið til hliðar til elliáranna. Kominn er tími til að líta frekar á ellilífeyrisþega sem launþega en eftirlaunaþega og í mörgum tilfellum nánast sem ölmusufólk. Við erum launþegar í þeim skilningi að ellilífeyrir, hvort sem hann kemur frá hinum frjálsu lífeyrissjóðum eða hinu opinbera, er laun sem hafa verið lögð til hliðar með greiðslu í lífeyrissjóði, sömuleiðis til TR (Tryggingastofnun ríkisins), til endurgreiðslu við starfslok. Grunnlífeyrir sem TR ber að greiða er ekkert annað en endurgreiðsla á atvinnutekjum. Með þetta í huga má það kallast hreinn þjófnaður af hálfu hins opinbera að tekjutengja þennan grunnlífeyri, svo sem nú er gert. Svo og að skerða hann sem hlutfall af launum frá því sem var í maí 1969, þegar allsherjar samkomulag var gert milli samningsaðila vinnumarkaðarins með aðkomu og stuðningi ríkisvaldsins, um að koma á lífeyrissjóðakerfi fyrir allt launafólk. Það er leitt til þess að vita að verk þeirra mætu manna, sem að þessu verki unnu, þeirra Bjarna Benediktssonar, ráðherra, Edvarðs Sigurðssonar, formanns ASÍ og Björgvins Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, skulu að engu höfð í einhverri örvæntingarfullri aðgerð til að bjarga ríkissjóði. Þarna finnst mér að ríkisvaldið leggist æði lágt. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að leggjast á lítilmagnann. Það er alveg ljóst að þegar þetta samkomulag var gert þá stóð aldrei til að hinir frjálsu lífeyrissjóðir myndu í tímans rás yfirtaka skuldbindingu TR á greiðslu grunnlífeyris eins og ýmsir eru núna farnir að halda fram. Einróma samkomulag þessara aðila var, að forsenda þessa væri, að upphæð grunnlífeyris almannatrygginga þyrfti að haldast í um það bil 20 prósentum af launum verkafólks. Þá yrði grunnlífeyririnn og greiðslur frá lífeyrissjóðum, þegar þeir hefðu náð fullum þroska, þ.e. eftir að fólk hefði greitt til þeirra iðgjald heila starfsævi, 75-80% af samtímalaunum viðkomandi starfsstéttar. Þetta má meðal annars mjög vel sjá á samningi þeim sem einnig var undirritaður þá um tekjutryggingu til handa því fólki sem aldurs vegna hafði ekki möguleika til þess að afla sér fullra réttinda frá lífeyrissjóðum. Samtök opinberra starfsmanna hafa vandlega gætt þess að þeirra viðsemjendur hafa staðið við sitt að því er varðar lífeyrisréttindi og njóta nær 80% launa sinna við starfslok, sem er ágætt svo langt sem það nær. ASÍ og VSÍ hafa því miður ekki gætt þess sem skyldi að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda gagnvart ríkinu að þessu leyti. Það nær auðvitað engri átt að láta ríkið komast upp með það að brjóta svona freklega rétt eftirlaunafólks með því bæði að tekjutengja hinn svokallaða grunnlífeyri svo og að hann skuli ekki hafa fylgt eðlilegri launaþróun. Verst er þó, að með því að svipta ellilífeyrisþega ellilífeyri sínum, eru virðuleg stjórnvöld í raun að stela. Þjófnaður, hverju nafni sem hann nefnist, þó svo að hann eigi að heita lögvarinn, er engum stjórnvöldum eða virðulegum alþingismönnum til sóma. Ég skora á þá alþingismenn, sem hugsanlega hafa einhverja sómatilfinningu, að fella úr gildi þennan „lögvarða þjófnað“ án tafar. Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Ellilífeyrisþegar munu lengi minnast 1. júlí 2009. Þá vann núverandi ríkisstjórn eitt mesta óþurftarverk varðandi þann hóp borgara þessa lands, sem með hörðum höndum og ósérhlífni byggði það upp. Þann dag tóku gildi lög, sem tekjutengdu svokallaðan grunnlífeyri ásamt ýmsum öðrum skerðingum á áunnum kjarabótum til handa ellilífeyrisþegum. Landssamband eldri borgara mótmælti harðlega væntanlegum skerðingum og síðan eftir að skerðingarnar tóku gildi var enn og aftur mótmælt og þess krafist að þessar aðgerðir yrðu tafarlaust dregnar til baka. Meðal annars í opnu bréfi til félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar. Ellilaun mikils þorra eldri borgara voru þarna skert nánast fyrirvaralaust. Með þessum aðgerðum er verið að taka til baka (stela) réttmætum ellilífeyri, sem lagður hafði verið til hliðar til elliáranna. Kominn er tími til að líta frekar á ellilífeyrisþega sem launþega en eftirlaunaþega og í mörgum tilfellum nánast sem ölmusufólk. Við erum launþegar í þeim skilningi að ellilífeyrir, hvort sem hann kemur frá hinum frjálsu lífeyrissjóðum eða hinu opinbera, er laun sem hafa verið lögð til hliðar með greiðslu í lífeyrissjóði, sömuleiðis til TR (Tryggingastofnun ríkisins), til endurgreiðslu við starfslok. Grunnlífeyrir sem TR ber að greiða er ekkert annað en endurgreiðsla á atvinnutekjum. Með þetta í huga má það kallast hreinn þjófnaður af hálfu hins opinbera að tekjutengja þennan grunnlífeyri, svo sem nú er gert. Svo og að skerða hann sem hlutfall af launum frá því sem var í maí 1969, þegar allsherjar samkomulag var gert milli samningsaðila vinnumarkaðarins með aðkomu og stuðningi ríkisvaldsins, um að koma á lífeyrissjóðakerfi fyrir allt launafólk. Það er leitt til þess að vita að verk þeirra mætu manna, sem að þessu verki unnu, þeirra Bjarna Benediktssonar, ráðherra, Edvarðs Sigurðssonar, formanns ASÍ og Björgvins Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, skulu að engu höfð í einhverri örvæntingarfullri aðgerð til að bjarga ríkissjóði. Þarna finnst mér að ríkisvaldið leggist æði lágt. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að leggjast á lítilmagnann. Það er alveg ljóst að þegar þetta samkomulag var gert þá stóð aldrei til að hinir frjálsu lífeyrissjóðir myndu í tímans rás yfirtaka skuldbindingu TR á greiðslu grunnlífeyris eins og ýmsir eru núna farnir að halda fram. Einróma samkomulag þessara aðila var, að forsenda þessa væri, að upphæð grunnlífeyris almannatrygginga þyrfti að haldast í um það bil 20 prósentum af launum verkafólks. Þá yrði grunnlífeyririnn og greiðslur frá lífeyrissjóðum, þegar þeir hefðu náð fullum þroska, þ.e. eftir að fólk hefði greitt til þeirra iðgjald heila starfsævi, 75-80% af samtímalaunum viðkomandi starfsstéttar. Þetta má meðal annars mjög vel sjá á samningi þeim sem einnig var undirritaður þá um tekjutryggingu til handa því fólki sem aldurs vegna hafði ekki möguleika til þess að afla sér fullra réttinda frá lífeyrissjóðum. Samtök opinberra starfsmanna hafa vandlega gætt þess að þeirra viðsemjendur hafa staðið við sitt að því er varðar lífeyrisréttindi og njóta nær 80% launa sinna við starfslok, sem er ágætt svo langt sem það nær. ASÍ og VSÍ hafa því miður ekki gætt þess sem skyldi að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda gagnvart ríkinu að þessu leyti. Það nær auðvitað engri átt að láta ríkið komast upp með það að brjóta svona freklega rétt eftirlaunafólks með því bæði að tekjutengja hinn svokallaða grunnlífeyri svo og að hann skuli ekki hafa fylgt eðlilegri launaþróun. Verst er þó, að með því að svipta ellilífeyrisþega ellilífeyri sínum, eru virðuleg stjórnvöld í raun að stela. Þjófnaður, hverju nafni sem hann nefnist, þó svo að hann eigi að heita lögvarinn, er engum stjórnvöldum eða virðulegum alþingismönnum til sóma. Ég skora á þá alþingismenn, sem hugsanlega hafa einhverja sómatilfinningu, að fella úr gildi þennan „lögvarða þjófnað“ án tafar. Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun