Innlent

Dæmdir fyrir líkamsárás á Selfossi

Tveir piltar voru í Héraðsdómi Suðurlands dæmdir til þess að greiða fórnarlambi sínu 180.000 krónur í skaðabætur vegna líkamsárásar á hjólabrettasvæði við Sundhöll Selfossi á síðasta ári. Piltarnir réðust sameiginlega að þriðja piltinum en annar þeirra sló hann þremur hnefahöggum í andlitið.

Hinn sló hann í bakið með kúbeini með þeim afleiðingum að hann hlaut sár á eftir vör og sár innan á kinn, roða og eymsli á hægra kinnbeini og mar og bólgu á baki.

Farið var fram á tæpa milljón í skaðabætur en piltarnir þurfa að greiða 180.000 krónur eins og fyrr segir.

Einnig voru þeir dæmdir í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna árásarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×