Innlent

Gríðarleg fjölgun erlendra fanga

Alls sátu 64 erlendir fangar í íslenskum fangelsum á síðasta ári.
Alls sátu 64 erlendir fangar í íslenskum fangelsum á síðasta ári.

Fjöldi útlendra fanga, sem afplánar dóm eða situr í gæsluvarðhaldi hér á landi, hefur margfaldast á milli ára. Alls sátu 64 erlendir ríkisborgarar í íslenskum fangelsum á síðasta ári.

Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið yfirfullt síðustu misseri. Efnahagshrunið kom í veg fyrir að unnt væri að bæta aðstöðu fyrir fangana og yfirvöld hafa neyðst til að tvímenna í suma klefa.

64 erlendir ríkisborgarar sátu inni á síðasta ári og yfir helmingur allra gæsluvarðhaldsfanga var útlendur, en þeim hefur fjölgað statt og stöðugt síðustu ár. Eins og sjá má á þessari mynd afplánuðu tveir dóma fyrir manndráp eða tilraun til þess, langflestir - eða 53 - voru fangelsaðir fyrir auðgunar- og fíknefnabrot, 7 fyrir kynferðisbrot og 2 fyrir ofbeldisbrot.

Almennt er ekki er búist við að refsibrotum muni fækka þegar kreppir enn meir að í þjóðfélaginu, þvert á móti er búist við að álag verði meira á fangelsisstofnanir. Fjöldi þeirra sem nú þegar bíður afplánunar er töluvert á annað hundraðið - biðlistinn er langur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×