Innlent

„Þetta verður erfitt. Framtíðin er svört“

Gylfi Magnússon, viskiptaráðherra er nokkuð bjartsýnn.
Gylfi Magnússon, viskiptaráðherra er nokkuð bjartsýnn.

Viðskiptaráðherrann Gylfi Magnússon var í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag í dag að efnahagsleg framtíð Íslands væri svört. Þegar blaðamaður blaðsins spyr hvernig í ósköpunum íslenska þjóðin ætli að borga 10 milljarða dollara lán sem ríkið hefur fengið undanfarið svarar Gylfi undankomulaust: „Það verður erfitt. Framtíðin er svört."

Gylfi segir að þó Ísland standi illa í dag þá eru grunnstoðir efnhagslífsins sterkar. Jafnframt tekur Gylfi fram að skuldir þjóðarinnar muni hækka umtalsvert á næstunni og nema því sem svarar árlegri þjóðarframleiðslu hér á landi.

Að lokum mun ársframleiðsla hér á landi verða jafn há og brúttóskuldir þjóðarinnar.

Gylfi er samt bjartsýnn og tvítekur í viðtalinu, að þó allt virðist vera farið á versta veg hér á landi, þá sé hið raunverulega hagkerfi enn virkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×