Innlent

Hestur aflífaður eftir árekstur

Aflífa þurfti hest eftir árekstur.
Aflífa þurfti hest eftir árekstur.

Ökumaður fólksbíls ók á hross við Landveg nærri Hellu um miðnætti í gær. Hesturinn slasaðist illa og þurfti að aflífa hann á staðnum.

Bifreiðin, sem var af gerðinni Toytoa, var gjörnónýt eftir áreksturinn en enginn alvarleg meðsl urðu á ökumanni né farþegum. Skyggni var gott en mikið myrkur þegar óhappið átti sér stað.

Þá stöðvaði lögreglan á Hvolsvelli ökumann grunaðan um lyfja- og fíkniefnaakstur. Hann var stöðvaður við venjubundið umferðareftirlit. Í bílnum fannst smáræði af kannabisefnum auk þess að hald var lagt á hvítt duft, sem lögreglu grunar að sé amfetamín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×