Erlent

Máli Tigers lokið

Óli Tynes skrifar
Tiger Woods og Elin Nordgreen.
Tiger Woods og Elin Nordgreen.

Tiger Woods hefur verið sektaður fyrir ógætilegan akstur og er margfrægu bílslysmáli hans þar með lokið af hálfu lögreglunnar.

Hún segir að engar ástæður hafi fundist fyrir frekari rannsókn á málinu.

Engar kærur hafi verið lagðar fram um heimilisofbeldi eða nokkuð slíkt.

Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um að Tiger hafi verið að flýja undan ofsareiðri konu sinni sem réðst á hann með golfkylfu vegna meints framhjáhalds.

Lagalegur eftirmáli verður því enginn, hvað svo sem gerist í hjónabandi kylfingsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×