Erlent

Fjöldi manns flýr heimili sín

Björgunarmenn halda á eldri manni sem þurfti að yfirgefa heimili sitt.
Björgunarmenn halda á eldri manni sem þurfti að yfirgefa heimili sitt.

Miklar öskusprengingar urðu á mánudaginn í eldfjallinu Mayon, sem er virkasta eldfjall Filippseyja. Öskusprengingunum fylgdu jarðskjálftar; á sunnudaginn mældust 453 skjálftar og í kjölfarið hækkuðu yfirvöld hættustigið upp í fjögur af fimm.

Hermenn vakta svæðið í kringum rætur fjallsins og vísa burt hverjum þeim sem hættir sér inn á það, en bændur hafa sumir snúið heim til að dytta að býlum sínum. Eldfjallið er um 340 kílómetra frá Manila, höfuðborg Filippseyja. Um fjörutíu þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín síðan á þriðjudag og gert er ráð fyrir að rýma þurfi fleiri heimili í byrjun vikunnar. Yfirvöld á Filippseyjum eru staðráðin í því að koma í veg fyrir dauðsföll, en árið 1991 létust um 800 manns þegar eldfjallið Pinatubo gaus.

Ronald Surban Fatalla, formaður Filippínska-íslenska félagsins, segir jarðhræringar sem þessar eiga sér stað reglulega og því taki fólk þeim með jafnaðargeði en auðvitað séu menn ávallt eilítið áhyggjufullir. „Þetta er fátækt land og miklar náttúruhamfarir gætu haft slæmar afleiðingar í för með sér,“ segir Ronald.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×