Innlent

Brotist inn í fyrirtæki og bíla í nótt

Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglu vegna innbrota sem framin voru í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Farið var inn í bíl á Suðurlandsbraut og þar tók þjófurinn sig til og spennti upp hurð bílsins til þess að komast inn.

Eigandi bílsins hafði skilið fartölvuna sína eftir í honum og komst þjófurinn á brott með hana. Þá var brotist inn í bifreið við Fífuna í Kópavogi en óljóst er á þessari stundu hverju var stolið. Einnig var farið inn í fyrirtæki á Skemmuvegi í Kópavogi en ekki liggur fyrir hverju var stolið og er málið í rannsókn.

Sömu sögu er að segja af innbroti í geymsluhúsnæði í Hafnarfirði. Að lokum varð eigandi bifreiðar í Hafnarfirði fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að þjófar tóku sig til í nótt og stálu dekkjunum undan bílnum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×