Ríkisstjórnin endurskoði áherslur í atvinnumálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2009 06:00 BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
BSRB átti aðild að stöðugleikasáttmálanum sem aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum síðastliðið sumar. Bandalagið studdi - og styður enn - það meginmarkmið sáttmálans að verja kjör launafólks og tryggja fulla atvinnu. Hins vegar er ekki sama hvernig að verki er staðið. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig þetta er gert, hverjar áherslurnar eru við atvinnusköpun og hvernig stjórnvöld bera sig að. Á nýafstöðnu þingi BSRB var lögð rík áhersla á að standa vörð um almannaþjónustuna. Bent var á að á samdráttartímum væri meiri þörf en nokkru sinni fyrir öflugt velferðarkerfi. Göt á öryggisneti velferðarþjónustunnar geta hæglega valdið óbætanlegu tjóni, ekki eingöngu fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga heldur samfélagið allt. Frændur okkar Finnar sem gengu í gegnum djúpa kreppu á tíunda áratug síðustu aldar hafa varað alvarlega við því að skera um of niður í velferðarþjónustu á samdráttartímum - og ekki að ástæðulausu. Rannsóknir þar í landi hafa nefnilega sýnt að enn í dag er samfélagið að súpa seyðið af of kröppum niðurskurði í velferðarþjónustunni á þessum tíma. Þessi atriði komu öll til skoðunar á þingi BSRB og varð niðurstaðan sú að þingið fól forystu bandalagsins að beita sér af alefli til að verja störf í almannaþjónustunni í þeim niðurskurði sem hafinn er. Þing bandalagsins var ósátt við þau áform sem birtast í stöðugleikasáttmálanum þar sem aðaláhersla er á uppbyggingu hefðbundinna karlastarfa á sama tíma og áformað er að skera ótæpilega niður á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Ein hlið á þessum málum er sú að niðurskurður í samfélagsþjónustunni bitnar fremur á konum en körlum því í velferðarkerfinu eru kvennastörf í yfirgnæfandi meirihluta. Það er öfugsnúið að byrja á því að fækka kvennastörfum en setjast að því búnu yfir úrræði sem miða fyrst og fremst að því að skapa störf fyrir karla, að þeim ólöstuðum að sjálfsögðu. Þess má geta að á þingi BSRB kom fram gagnrýni á þessa stefnumörkun og ekkert síður frá hinum svokölluðu karlastéttum en kvennastéttum. Allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja standa vörð um jafnrétti kynjanna í atvinnumálum sem öðru. Þessi framganga er hins vegar ekki í þeim anda. Stjórnmálamenn verða að vera sjálfum sér samkvæmir í orðum og athöfnum. Þetta er nokkuð sem núverandi ríkisstjórn verður að taka til sín. Mér virðist því miður skorta á að samræmi sé í fyrirheitum hennar annars vegar og gjörðum hins vegar. Þegar þeir þættir sem hér hafa verið raktir eru teknir saman - mikilvægi velferðarþjónustunnar á krepputímum á annan bóginn og svo jafnrétti kynjanna í atvinnumálum á hinn bóginn - er augljóst að ríkisstjórnin verður að endurskoða áherslur í fjárlagagerðinni fyrir komandi ár. Höfundur er formaður BSRB.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun