Erlent

Vilja dauðadóm fyrir samkynhneigð

Óli Tynes skrifar
Hinsegin dagar.
Hinsegin dagar.

Verið er að semja löggjöf í Uganda sem felur í sér dauðadóm við samkynhneigð. Fjölskyldur og vinir samkynhneigðra geta átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að segja ekki til þeirra.

Jafnvel húseigendur geta átt von á refsingu fyrir að leigja samkynhneigðum húsnæði.

Samkynhneigð er illa þokkuð í Afríku yfir höfuð en ekkert land annað en Uganda hefur þó ennþá sett á dagskrá að gera hana dauðasök.

Hinsvegar eiga samkynhneigðir sér engan griðastað hjá yfirvöldum. Kærum vegna líkamsárása á samkynhneigða er ekkert sinnt. Ekki heldur nauðgunum.

Í Suður-Afríku þykir mörgum svörtum karlmönnum til dæmis sjálfsagt að nauðga lesbíum.

Það er kallað leiðréttinga-nauðgun. Hún á að sýna konum framá að þær séu konur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×