Erlent

Íraki keyrði á dóttur sína

Írakskur maður hefur verið handtekinn í Arizona í Bandaríkjunum fyrir að hafa vísvitandi ekið bíl á dóttur sína.

Maðurinn keyrði á dótturina og vinkonu hennar á bílastæði í síðustu viku. Að því loknu flúði hann af vettvangi og fannst ekki fyrr en í gær. Dóttirin, sem er tvítug, slasaðist lífshættulega en er á batavegi. Vinkona hennar slasaðist minna.

Ástæður árásarinnar voru þær að manninum þótti dóttirin vera orðin of vestræn í háttum og lifði ekki samkvæmt hefðbundnum írökskum siðum.- þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×