Innlent

Þriggja bíla árekstur við Hamraborg

Frá slysstað.
Frá slysstað.

Þriggja bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag. Rúta og tvær fólksbifreiðar rákust saman og var Hafnarfjarðarvegi lokað um stund. Umferð hefur verið opnuð á nýjan leik.

Að sögn lögreglu slasaðist ökumaður annarrar bifreiðarinnar og var hann fluttur á slysadeild. Ekki er vitað hversu alvarlega slasaður hann er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×