Innlent

Vill fjölga héraðsdómurum

Ragna Árnadóttir Héraðsdómurum verði fjölgað tímabundið.
Ragna Árnadóttir Héraðsdómurum verði fjölgað tímabundið.

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur lagt til að heimilt verði að fjölga héraðsdómurum tímabundið.

Ráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla þar sem lagt er til að heimilt verði að fjölga héraðsdómurum tímabundið um fimm, úr 38 í 43.

Gert er ráð fyrir að dómarar verði 43 fram til 1. janúar 2013. Eftir þann tíma skuli ekki skipa í embætti héraðsdómara sem losna fyrr en þess gerist þörf, þar til dómarar í héraði verða aftur 38 að tölu. Auk þess er gert ráð fyrir að löglærðum aðstoðarmönnum héraðsdómara verði fjölgað um fimm.

Ráðherra benti í framsöguræðu sinni á að þeir atburðir sem leiddu til falls bankanna síðastliðið haust hafi haft mikil áhrif á stofnanir réttarvörslukerfisins.

Búast megi við að dómstólarnir þurfi að takast á við aukinn fjölda sakamála vegna efnahagsbrota, meðal annars í kjölfar rannsókna hjá embætti sérstaks saksóknara. Þá megi gera ráð fyrir auknum fjölda einkamála fyrir dómstólum þar með talið kærumálum vegna slita á fjármálafyrirtækjum.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×