Erlent

Bandaríkjamenn reiðubúnir til að senda liðsauka til Íraks

Frá Írak. Mynd/AP
Frá Írak. Mynd/AP Mynd/AP
Írakar hafa ekki þurft að leita til Bandaríkjamanna um aðstoð síðan hermenn þeirra drógu sig út úr borgum og bæjum í Írak um síðustu mánaðamót. Búist hafði verið við því að uppreisnaröfl í landinu myndu mjög herða sókn sína þegar það gerðist.

Talsvert var um mannskæðar sprengjuárásir dagana áður en Bandaríkjamennirnir drógu sig inn í herstöðvar sem eru utan við Bagdad og fleiri stórar borgir.

Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að senda liðsauka ef íraskar sveitir þurfa á að halda, en ekki hefur komið til þess þá tólf daga sem liðnir eru frá mánaðamótum. Brotthvarfið úr borgunum er liður í heimflutningi bandaríska herliðsins, sem á að vera lokið fyrir árslok 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×