Erlent

Stjórnarherinn í Sómalíu felldi fjölmarga skæruliða

Shabab skæruliðar í höfuðborginni fyrir fáeinum dögum. Mynd/AP
Shabab skæruliðar í höfuðborginni fyrir fáeinum dögum. Mynd/AP
Stjórnarherinn í Sómalíu felldi í dag 40 Shabab skæruliða með aðstoð gæsluliða frá Afríkusambandinu að sögn stjórnvalda þar í landi. Bardagarnir voru háðir í Mogadishu, höfuðborg landsins.

Shabab skæruliðarnir hafa tengsl við Al Kaida. Þeir hjuggu í síðustu viku höfuðin af sjö mönnum sem þeir sökuðu um að vera kristinnar trúar. Talsmaður stjórnvalda segir að verið sé að hrekja skæruliðana frá höfuðborginni.

Stjórnvöld í Sómalíu eru raunar aðeins að nafninu til. Hinir og þessir stríðsherrar stjórna stórum svæðum í landinu, meðal annars Shabab skæruliðarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×