Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fjármagn frá fyrirtækjum

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæst fjárframlög frá fyrirtækjum, af öllum stjórnmálaflokkum, sem buðu fram árið 2007 samkvæmt ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 56.9 milljónir frá fyrirtækjum, Framsóknarflokkurinn fékk 28,6 milljónir, Samfylkingin fékk um 23,5 milljónir, Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk 16.9 milljónir, Íslandshreyfingin fékk 5.7 milljónir og Frjálslyndir fengu 4.8 milljónir.

Hæsta framlag frá hverju fyrirtæki var 300 þúsund samkvæmt ársreikningunum. Athygli vekur að Ólafur Ólafsson greiddi Framsóknarflokknum 650 þúsund krónur í gegnum þrjú félög, Ker, Kjalar og Samskip.

Þess má svo geta að fyrirtækin fá greitt úr ríkissjóði eftir þingmannafjölda. Sjálfstæðisflokkurinn var með flesta þingmenn þetta ár og fékk því mest úr ríkissjóði líka.

Ef smellt er á hlekkinn hér að neðan má sjá sundurliðuð framlög fyrirtækja til stjórnmálaflokkanna.






Tengdar fréttir

Allir stjórnmálaflokkarnir töpuðu fé árið 2007

Allir stjórnmálaflokkar landsins sýndu tap á rekstri sínum árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Mesta tapið varð hjá Samfylkingunni eða 90 milljónir kr. en tekjur flokksins þetta ár námu 193 milljónum kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×