Obama boðar stríðslok innan þriggja ára 2. desember 2009 06:00 Fjöldi hermanna hefur fallið í stríðinu og hafa síðustu mánuði verið einkar mannskæðir. Fréttablaðið/ap Barack Obama Bandaríkjaforseti stefnir að því að stríðinu í Afganistan verði lokið eftir þrjú ár. Fjölgun bandarískra hermanna í landinu um 30 til 35 þúsund á næstu sex mánuðum er liður í þeirri áætlun að gera endanlega út af við Al-Kaída-samtökin á skömmum tíma og koma á stöðugleika í landinu. Forsetinn kynnti þjóð sinni í gærkvöldi fyrirætlanir sínar varðandi stríðið í ræðu sem sjónvarpað var á miðnætti að íslenskum tíma. Ræðan hafði ekki verið flutt þegar Fréttablaðið fór í prentun, en ýmsu af innihaldi hennar hafði verið lekið í fjölmiðla af embættismönnum úr Hvíta húsinu. Meðal þess var að til stæði að hefja brottflutning herliðsins frá Afganistan í júlí árið 2011. Engin tiltekin dagsetning hefði hins vegar verið ákveðin fyrir stríðslok, þótt því eigi að vera lokið eftir þrjú ár. Ákvörðunin hefur komið nokkuð á óvart. Annars vegar vegna þess hversu djarft það er af forsetanum að tilkynna um svo mikla fjölgun hermanna níu dögum áður en hann tekur við friðarverðlaunum Nóbels, og hins vegar vegna þess að talsmenn forsetans hafa til þessa sagt að minnst 12 til 18 mánuði taki að senda þennan liðsauka út. Nú skyndilega sé hins vegar stefnt að því að gera það á sex mánuðum. Þetta er í annað sinn frá valdatöku Obama sem hermönnum í Afganistan er fjölgað, og heyja nú um 70 þúsund bandarískir hermenn stríðið sem tekið hefur átta ár. Fullyrt var í gær að Obama myndi í ræðunni einnig óska eftir auknum liðstyrk frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins, alls fimm til tíu þúsund hermönnum, en 30 þúsund hermenn annarra þjóða eru þar nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þjóðverjar væru ekki tilbúnir til að auka við 4.000 manna herafla sinn í landinu að svo stöddu. Meðal þess sem Obama leggur mesta áherslu á í áætlun sinni er að fjölga afgönskum hermönnum og lögreglumönnum í landinu og flýta þjálfun þeirra. Þeim er ætlað að halda uppi lögum og reglum í landinu eftir að erlendir herir hverfa á brott. Nú er stefnt að því að 134 þúsund Afganar verði í herliði landsins og um 97 þúsund í lögregluliðinu, þótt þær tölur kunni að hækka. Yfirmaður í afganska varnarmálaráðuneytinu sagði í gær að það takmark væri þó ekki nóg. Heraflinn þyrfti að vera minnst 240 þúsund manns. stigur@frettabladid.is Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti stefnir að því að stríðinu í Afganistan verði lokið eftir þrjú ár. Fjölgun bandarískra hermanna í landinu um 30 til 35 þúsund á næstu sex mánuðum er liður í þeirri áætlun að gera endanlega út af við Al-Kaída-samtökin á skömmum tíma og koma á stöðugleika í landinu. Forsetinn kynnti þjóð sinni í gærkvöldi fyrirætlanir sínar varðandi stríðið í ræðu sem sjónvarpað var á miðnætti að íslenskum tíma. Ræðan hafði ekki verið flutt þegar Fréttablaðið fór í prentun, en ýmsu af innihaldi hennar hafði verið lekið í fjölmiðla af embættismönnum úr Hvíta húsinu. Meðal þess var að til stæði að hefja brottflutning herliðsins frá Afganistan í júlí árið 2011. Engin tiltekin dagsetning hefði hins vegar verið ákveðin fyrir stríðslok, þótt því eigi að vera lokið eftir þrjú ár. Ákvörðunin hefur komið nokkuð á óvart. Annars vegar vegna þess hversu djarft það er af forsetanum að tilkynna um svo mikla fjölgun hermanna níu dögum áður en hann tekur við friðarverðlaunum Nóbels, og hins vegar vegna þess að talsmenn forsetans hafa til þessa sagt að minnst 12 til 18 mánuði taki að senda þennan liðsauka út. Nú skyndilega sé hins vegar stefnt að því að gera það á sex mánuðum. Þetta er í annað sinn frá valdatöku Obama sem hermönnum í Afganistan er fjölgað, og heyja nú um 70 þúsund bandarískir hermenn stríðið sem tekið hefur átta ár. Fullyrt var í gær að Obama myndi í ræðunni einnig óska eftir auknum liðstyrk frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins, alls fimm til tíu þúsund hermönnum, en 30 þúsund hermenn annarra þjóða eru þar nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að Þjóðverjar væru ekki tilbúnir til að auka við 4.000 manna herafla sinn í landinu að svo stöddu. Meðal þess sem Obama leggur mesta áherslu á í áætlun sinni er að fjölga afgönskum hermönnum og lögreglumönnum í landinu og flýta þjálfun þeirra. Þeim er ætlað að halda uppi lögum og reglum í landinu eftir að erlendir herir hverfa á brott. Nú er stefnt að því að 134 þúsund Afganar verði í herliði landsins og um 97 þúsund í lögregluliðinu, þótt þær tölur kunni að hækka. Yfirmaður í afganska varnarmálaráðuneytinu sagði í gær að það takmark væri þó ekki nóg. Heraflinn þyrfti að vera minnst 240 þúsund manns. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent