Hver er staðan? 3. mars 2009 06:00 Jórunn Frímannsdóttir skrifar um velferðarmál Hinn 8. október á síðasta ári samþykkti velferðarráð Reykjavíkur sérstaka aðgerðaráætlun vegna bankahrunsins. Þá þegar var okkur, sem starfað höfum að velferðarmálum í borginni, ljóst að fram undan væru miklar áskoranir. Strax var hafist handa við að aðlaga þá þjónustu sem veitt er á þjónustumiðstöðvum borgarinnar að breyttri samfélagsstöðu og búa starfsfólk undir aukið álag. Þremur mánuðum síðar samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur svo fjárhagsáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknu fjármagni vegna fjárhagsaðstoðar. En hver er staðan nú? Eins og öllum er ljóst hefur atvinnuleysi aukist hraðar en við var búist og fjárhagslega kreppir að hjá mörgum, jafnvel þó að fólk hafi atvinnu. Þegar litið er til síðasta árs kemur í ljós að fjöldi þeirra sem njóta einhvers konar þjónustu hjá Velferðarsviði hefur aukist um 24% á einu ári. Aukning í fjölda heimila sem fá húsaleigubætur hófst í október og hefur verið stigvaxandi. Umtalsvert stökk varð í nóvember hvað varðar fjölda atvinnulausra án bótaréttar sem njóta fjárhagsaðstoðar. Mælanleg aukning hefur einnig verið í þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri. Í nokkur ár hefur verið stígandi í fjölda barnaverndartilkynninga í borginni, sem m.a. má rekja til aukinnar vitundar almennings og fagaðila um mikilvægi þess að hafa samband við barnaverndaryfirvöld, ef grunur leikur á að börn þurfi á aðstoð að halda. Sérstaklega er nú fylgst með álagi hjá Barnavernd Reykjavíkur, enda sýnir erlend reynsla nauðsyn þess í efnahagskreppum. Á sama tíma og við stöndum velferðarvaktina erum við líka að taka jákvæðar ákvarðanir varðandi atvinnusköpun fyrir fólkið og fyrirtækin í borginni. Ég hvet þá íbúa borgarinnar sem á þurfa að halda að kynna sér þjónustuna sem borgin býður. Hjá Reykjavíkurborg starfar mikill fjöldi reyndra sérfræðinga og fagfólks sem getur stutt við bak fólks og leiðbeint því um rétt sinn og möguleika. Á heimasíðu Velferðarsviðs, www.velferdarsvid.is, er að finna margvíslegar upplýsingar undir hnappnum: Upplýsingagátt vegna efnahagsástandsins og starfsmenn símavers borgarinnar taka vel á móti fyrirspurnum í síma 411 11 11. Höfundur er formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Jórunn Frímannsdóttir skrifar um velferðarmál Hinn 8. október á síðasta ári samþykkti velferðarráð Reykjavíkur sérstaka aðgerðaráætlun vegna bankahrunsins. Þá þegar var okkur, sem starfað höfum að velferðarmálum í borginni, ljóst að fram undan væru miklar áskoranir. Strax var hafist handa við að aðlaga þá þjónustu sem veitt er á þjónustumiðstöðvum borgarinnar að breyttri samfélagsstöðu og búa starfsfólk undir aukið álag. Þremur mánuðum síðar samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur svo fjárhagsáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknu fjármagni vegna fjárhagsaðstoðar. En hver er staðan nú? Eins og öllum er ljóst hefur atvinnuleysi aukist hraðar en við var búist og fjárhagslega kreppir að hjá mörgum, jafnvel þó að fólk hafi atvinnu. Þegar litið er til síðasta árs kemur í ljós að fjöldi þeirra sem njóta einhvers konar þjónustu hjá Velferðarsviði hefur aukist um 24% á einu ári. Aukning í fjölda heimila sem fá húsaleigubætur hófst í október og hefur verið stigvaxandi. Umtalsvert stökk varð í nóvember hvað varðar fjölda atvinnulausra án bótaréttar sem njóta fjárhagsaðstoðar. Mælanleg aukning hefur einnig verið í þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri. Í nokkur ár hefur verið stígandi í fjölda barnaverndartilkynninga í borginni, sem m.a. má rekja til aukinnar vitundar almennings og fagaðila um mikilvægi þess að hafa samband við barnaverndaryfirvöld, ef grunur leikur á að börn þurfi á aðstoð að halda. Sérstaklega er nú fylgst með álagi hjá Barnavernd Reykjavíkur, enda sýnir erlend reynsla nauðsyn þess í efnahagskreppum. Á sama tíma og við stöndum velferðarvaktina erum við líka að taka jákvæðar ákvarðanir varðandi atvinnusköpun fyrir fólkið og fyrirtækin í borginni. Ég hvet þá íbúa borgarinnar sem á þurfa að halda að kynna sér þjónustuna sem borgin býður. Hjá Reykjavíkurborg starfar mikill fjöldi reyndra sérfræðinga og fagfólks sem getur stutt við bak fólks og leiðbeint því um rétt sinn og möguleika. Á heimasíðu Velferðarsviðs, www.velferdarsvid.is, er að finna margvíslegar upplýsingar undir hnappnum: Upplýsingagátt vegna efnahagsástandsins og starfsmenn símavers borgarinnar taka vel á móti fyrirspurnum í síma 411 11 11. Höfundur er formaður velferðarráðs.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar