Erlent

Lokað var fyrir útsendingar

Palestínustjórn lokaði í gær fyrir útsendingar arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera á Vesturbakkanum.

Ástæðan er sú að í sjónvarpsþætti daginn áður hafði viðmælandi sakað Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, um aðild að dauða Jassers Arafat árið 2004.

Arafat var áratugum saman einn helsti leiðtogi Palestínumanna. Hann lést 75 ára gamall í kjölfar veikinda.

Lokunin gæti þó reynst Palestínustjórn hættuspil því að þessi sjónvarpsstöð hefur haft mikil áhrif á mótun almenningsálitsins í arabaríkjum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×