Innlent

Jörundarstígur samþykktur

Jörundarstígur. Söguslóðir hundadagskonungs verða við hann kenndar.
Jörundarstígur. Söguslóðir hundadagskonungs verða við hann kenndar.

Göngustígurinn milli Skólabrúar og Austurstrætis á hér eftir að heita Jörundarstígur.  „Er tillagan gerð með vísan til þess að í ár eru 200 ár liðin frá valdatöku danska ævintýramannsins Jörgens Jörgenssonar á Íslandi og nú er hafin endurbygging Austurstrætis 22 í upprunalegri mynd,“ segir í greinargerð sem lögð var fyrir borgarráð. Stjórnarsetur Jörgens Jörgenssonar var áður í húsinu sem varð Austurstræti 22.

„Þykir nafnanefnd löngu tímabært að Íslendingar minnist Jörgens Jörgenssonar með öðru en spéi og skopi og noti nafn hans sér frekar til framdráttar í menningartengdri ferðaþjónustu.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×