Innlent

Segir Ingibjörgu Sólrúnu vinna gegn ESB umsókn

Ármann Kr. Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ármann Kr. Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ármann Kr. Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vinna gegn umsókn að Evrópusambandinu. Hann segir formann Samfylkingarinnar hafa vægast sagt átt furðulegt útspil í umræðunni og halda mætti að hún væri helsti andstæðingur inngöngu í sambandið.

„Stjórnmálamaður með jafnmikla reynslu og Ingibjörg veit að það er ekki pólitískum úrlausnarefnum til framdráttar að stilla samstarfsaðilum upp við vegg og er síst til þess fallið að koma málefnum í jákvæðan farveg," segir Ármann á bloggsíðu sinni í dag.

Hann segir að draga megi þá ályktun af ýmsum ummælum Ingibjargar að hún vilji ekki að Sjálfstæðisflokkurinn nái samstöðu á landsfundi um það hvernig staðið skuli að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.

„Það er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina hugsanlega leiðin til þess að málið komist á dagskrá við núverandi aðstæður. Eftir stendur því spurningin um það hvers vegna formaðurinn gerir allt til þess að standa í vegi fyrir málinu. Hefur Ingibjörg eitthvert annað markmið en það sem fram kemur á yfirborðinu? Ef svo er þá sjá landsmenn allir að erfitt að halda saman ríkisstjórn á slíkum forsendum."




Tengdar fréttir

Samfylkingin stillir okkur ekkert upp við vegg

Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óeðlilegt að Samfylkingin reyni að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir flokkinn ekki ætla að láta stilla sér upp við vegg með hótunum um stjórnarslit verði stefnu flokksins ekki breytt í evrópumálum. Sigurður segir andstöðu við evrópusambandið hafa aukist innan flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×